Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. Sumarskáli K. F. U. M. i Kalddrseli. Sumarskáli K. F. U. M. í Vatnaskógi. K. F. U. M. Sumarlífið í fjelaginu hefur verið með daufara móti að þessu sinni og þó hefur þetta verið hið hezta og blíðasta sumar, sem komið hefur hjer i fjölda mörg ár. Orsök deyfðarinnar er að miklu leyti fjarvera framkvæmdastjórans og svo líka vöntun á nógu mörgum mönnum, sem hafa ástæður til þess, að hafa forustu á hendi í þeim efnum. Þó hafa ýmsir flokkar farið til Kaldár- sels og i Vatnaskóg og dvalið þar í sumarbúð- um vorum um lengri eða skemmri tíma, og not- ið þar yndislegrar samveru í hinni dýrlegu nátt- úrufegurð og sumarblíðu. Starí'síolk Sunnudagaskólans fór til Þingvalla einn sunnudag í sumar. Veðrið var bjart og fagurt og nutu menn þess í ríkum mæli á hin- um fornhelgu stöðvum. Stutt Guðsþjónusta var haldin austur við Þingvallavatn og á leiðinni heim var numið staðar við lítið stöðuvatn á Mosfellsheiði; þar var beðið saman og þakkað fyrir dýrlegan^dag og ánægjulega samveru. Skemtiför fjelaganna K. F. U. M. og K., sem fyrirhuguð var í sumar, hefur ekki komist í framkvæmd enn af ýmsum ástæðum. En nú er áformað að fjelögin komi saman sjer til uppbyggingar og skemt- unar inni á' erfðafestulandi K. F. U. M. næstkomandi sunnudag 11. þ. m. ef veður leyfir. Það verður nánar auglýst í „Vísir“. Vetrarstaríið i fjelögunum hefst svo með næsta mánuði eins og vant er og taka nú forstöðumenn hinna ýmsu deilda og starfsgreina að hugsa fyrir því. Sameinumst nú þegar í bæn og starfi um það, að komandi vetur verði blessunarrík- ur tími fyrir fjelög vor og málefni Guðs í þessum bæ. Kvöhlskóli K. F. U. M. tekur til starfa 1. okt. eins og að undan- förnu, ef þátttakendur verða nógu margir. Þeir, sem ekki ætla sjer að ganga í neinn hinna almennu skóla, en langar til að afla sjer gagnlegrar fræðslu, ættu að nota sjer hina ágætu og ódýru kenslu sem Kvöldskólinn veitir. Sigur- bjurn 1‘orkelsson kaupm. í verzl. „Vísir“ gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um skólann og um- sóknir sendist honum sem fyrst. Afgreiðslustofu blaðsins í húsi K. F. U. M. er opin hvern virkan dag frá kl. 12—1 og 5—7 e. h. Kaupendur blaðsins, sem skifta um heimili, geri svo vel að láta afgreiðsluna vita um breit- ínguna, svo blaðið geti borist þeim með skilum. Blíiðinu kæmi vel, að kaupendur borguðu það á afgreiðslunni. Úthreiðið blaðið. Allir meðlimir K. F. U. M. og K. eiga, að styrkja fjelagið með því að kaupa og útbreiða blaðið. Það kostar svo lítið. Aðeins 2 kr. 50 aur. árg. Manstu eftir morgun og kvöldvökunni þinni? — Kendi hún mamma þín þjer ekki að biðja kvölds og morgna? Þú veizt þó að Jesús sagði: „Biðjið og yður mun gefast“. Það er bæði áminning og ástúðleg skipun. Viljir þú vera kristinn, þá verður þú að biðja. Bið þú, því það er mjög þýðingarmikið fyrir velferð lífs þíns. Mundu því eftir andardrætti sálar þinnar, bæninni, ungi vinur! Ekki varabæninni, heldur hjartans bæninni, sem opnar innstu og dýpstu fylgsni þess fyrir Jesú. -----o-----

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.