Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. Vekur framkoma fj elagsleiðtoganna aðdáun og samúð fjelagsbræðra víða um lönd, gleym- um ekki að biðja fyrir þeim á bænavikunni. Czechoslovakía. — Fjelögin þar eru í stöð- ugri framför. Á síðustu tveim árunum hafa fjelögin reist 6 nýjar byggingar. Nýja bygg- ingin í Prag verður tekin til notkunar 1928. Danmörk. — Ellefu nýir framkvæmda- stjórar hafa bæzt við. Fjelagið hefur haft mikið starf fyrir atvinnulausa menn og hef- ur cand. theol. Falk-Hansen haft aðalstarf- ið í þessu efni. ' England. — Stjóm Þjóðabandalagsins hef- ur stofnað til sjerstakra fundarhalda um kristileg mál og hefur komið af stað mikilli hreyfingu á biblíulestrarmálið, til þess að fá sem flesta unga menn til þess að kynna sjer líf Jesú Krists. Finnland. — Það er auðsjeð, að alþjóða- fundurinn í Helsingfors hefur sett nýtt fjör í fjelagshreyfinguna, og víða á sjer þar stað mikil framför í fjelagsskapnum. Frá Finnlandi var mikil þátttaka í alþjóða í- þróttamótinu í Kaupmannahöfn. Grikkland. — Byrjuð er fjelags húsbygg- ing í Salonika, og vaxandi samstarf og skiln- ingur á sjer stað milli grísku kirkjunnar og fjelagsins. Hawaii. — Sjö fjelög þar, sem unnið hafa hvert á sínum stað, hafa nú sameinað sig og stofnað landsbandalag. Indland. — Á þessu ári hefur verið meira gjört til þess að styrkja fjelagið inn á við en til þess að útbreiða það. Ungir menn inn- an og utan fjelags hafa. fengið mikinn áhuga á því að kynnast lífi Jesú Krists. Japan. — Fjelögin þar hafa lagt mikið kapp á að efla biblíulestur til þess að hjálpa ungum mönnum til þess að skilja Jesúm Krist betur. Júgoslavia. — Nýr bústaður fyrir fjelagið hefur verið opnaður í Belgrad. Fjelagið hef- ur notið mikils stuðnings af hálfu kirkjunn- ar. Sumarbústaðir fyrir drengi hafa verið haldnir á mörgum stöðum. Korea. — Á þessu ári hefur fjelagið breiðst mjög út um sveitimar. Fjelögin mistu mikið við lát eins af leiðtogunum, Yi Sang Choi. Nýja Sjáland. — Fjelögin hafa átt að stríða við miklar fjárhagskröggur. Miklum tíma og vinnu hefur verið offrað til að koma því í lag. Drengja- og unglingastarfið er þar hið blómlegasta, sterkara en nokkurs- staðar annarsstaðar í Breska ríkinu. Um 2000 drengir og piltar eru í biblulestrar- flokkum. Palestína. — Verkið er nú byrjað á hinni nýju stóru fjelagsbyggingu í Jerúsalem, sem hefur nú verið í undirbúningi í mörg ár. Byggingin á ekki aðeins að vera til gagns fyrir æskulýðinn í Jerúsalem heldur að vera miðstöð allra fjelagsmanna, sem koma til Jerúsalem víðsvegar að úr heiminum sem pílagrímar til þess að sjá þá staði, sem Drottinn vor dvaldi á og ferðaðist um á hjervistardögum sínum. Starfið í fjelaginu bæði í Jerúsalem og Jaffa, er í mikilli fram- för. !]!^ Pólland. — Hin fagra nýja fjelagsbygging í Krakau var opnuð í fyrrahaust. Ráðist hefur verið á fjelagið í ýmsum blöðum, en svar almennings var það að veita fjelaginu mikla fjárhagsstoð bæði í Warsow og Krakau. Roumania. — Fjelagið í Bukarest hefur fengið nýja starfskrapta og vinnur í fullu samræmi við siði og venjur Grískkathólsku kirkjunnar. Fjelagið nýtur þar mikillar hylli. Svíþjóð. — öll fjelagshreyfingin fagnaði mjög heimkomu Dr. Karls Friis, sem um þriggja ára tíma hefur verið í Schweitz einn af veraldarframkvæmdarstjórunum. Fjelög- in eiga mikið að þakka honum fyrir hans langa starf. í sumar hjelt fjelagið hátíðlegt 25 ára afmæli sænska K. F. U. M.-banda- lagsins, á stórum fundi í Stockhólmi. Starfið í Svíþjóð víða mjög glæsilegt. —

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.