Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 14

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 14
12 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. ganga um gólf. Hræðileg ógnarorð streymdu af vörum hans. Æði hans og geðofsi og hin þungbæru vonbrigði skóku hann eins og stormur skekur trje. Ofsi hans og trylling hafði eitthvað æðisgengið og hryllilegt við sig, og samt tók Havisham eptir því, að jafn- vel mitt í verstu æsingunni virtist hann aldrei að gleyma hinu sofanda barni, og hann brýndi aldrei röddina svo hátt að það vaknaði. „Jeg hefði mátt vita þetta“, sagði hann. „Þeir voru mjer til vansæmdar frá fyrstu stundu. Jeg hataði þá og þeir hötuðu mig! Bevis var þeirra miklu verri. Jeg vil samt ekki trúa þessu ennþá! Jeg skal reyna að hrekja það, allt til hins ýtrasta. En líkt er það Bevis — það er líkt honum!“ Svo æddi hann um aptur og hreytti úr sjer spumingum um kvenmanninn og sönnunai’- gögn hennar, og gekk um stofuna með stór- um skrefum og varð ýmist fölur eða sót- rauður. Þegar hann svo að síðustu hafði fengið að vita alla málavöxtu, og áttað sig á hinu versta, leit Havisham á hann með kvíða. Hann var svo niðurbeygður að sjá, svo lam- aður og breyttur. Geðofsaköstin höfðu ávalt tekið mikið á hann, og þetta gekk nær hon- um en nokkur hinna af því, að í því var nokkuð meira en geðofsi. Hann gekk aptur að legubekknum og stað- næmdist rjett hjá drengnum. „Ef nokkur hefði sagt mjer, að mjer mundi fara að þykja vænt um bam“, sagði hann í hásum og óstyrkum róm, „mundi jeg ekki hafa trúað því. Mjer leiddust ávalt krakkar og mínir mest af öllum. En um þenna eina þykir mjer vænt; honum ann jeg og honum þykir vænt um mig. Jeg er ekki vinsæll; hef aldrei verið það; en honum þykir vænt um mig. Hann var aldrei hrædd- ur við mig — hann treysti mjer allt af. Hann mundi standa betur í stöðu sinni en jeg hef gjört. Það veit jeg. Hann mundi hafa orðið sómi ættarinnar. Hann beygði sig niður og stóð mínútu eða svo og horfði á barnið, er svaf svo vært. Hann hnyklaði hinar búsknu brúnir næsta þungbúinn á svip. Svo lypti hann upp hend- inni og strauk upp björtu lokkana frá enni drengsins; síðan gekk hann frá legubekkn- um og hringdi. Þegar þjónninn kom inn, benti hann á legubekkinn og sagði: „Takið“ — það kom annar hreimur í rödd- ina — „berið Fauntleroy lávarð inn í her- bergi sitt“. K. F. U. M. A-D. Fundur á hverju fimtudagskvöldi kl. 8y2. Biblíulestur á hverju þriðjud.kvöldi kl. 8%. U-D. Fundur á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8V>>. Fundur á hverju sunnudagskvöldi kl. 6. Y-D. Fundur á hverjum sunnudagi kl. 4. V-D. Fundur á hverjum sunnudegi kl. 2. Sunnudagskóli á sunnudagsmorgnum kl. 10. Almenn samkoma á sunnudagskvöldum kl. 8y2. -----0---- K. F. U. K. A-D. Fundur á föstudagskvöldum kl. 8y2. Saumafundur á þriðjudagskvöldum kl. 8y2. Y-D. Fundur á þriðjudagskvöldum kl. 8. Ath. í dagblaðinu „Vísir“ er auglýst fyrir livern af þessum fundum. Hafið vakandi aúga með aug- lvsingunum frá K. F. U. M. í „Vísi“. í bænavikunni verða sameiginlegar samkomur öll kvöldin, eptir efnisskránni hjer í blaðinu; aðallega bænastundir. Mánaðarblaö K. F. U. M. kemur út einu sinni l mánuði. Kostar 2,50 aur. árg Upplag 2000 eintök. Afgr. i húsi K. F. U. M., Amtmannsstig, opin virka daga kl. 5—7. Sími 437. Pósth. 366. Utg. K. F. U. M. Prentsm.. Aeta

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.