Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Síða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Síða 3
MANAÐARBLAÐ KFUM R EYK J AVÍ K Nóv. 1929 Guð: hinn mikli veruJegleiki — (Úr Bænavikuskránni). .Tes. 6, 1—5. Þegar Guð opinberaðist hinum heilögu og' spámönnum sínum, fyllti nærvera hans þá með ósegjanlegri og lotningarfullri ógn, því að þeir fundu óverðugleika sinn. Hið alskæra ljós heilagleika og óbærilegrar fegurðar og fullkomleika varð mannlegu eðli um megn að þola. „Þú getur ekki sjeð auglit mitt; sagði Guð við Mose, „engin maður getur sjeð aug- ht mitt og lifað (2. Mós. 23, 18). Sjálfir engl- arnir í sýn Jesajasar huldu ásjónur sínar með vængjunum. Yfir spámanninn kom eins og „eyðandi eldur“ og flemtur gagntók hann í þessari dýrðar opinberun; hvað var annað fyrir mann að gjöra en að þeyta frá sjer þeim afguðum, er hann hafði dýrkað áður en hann komst að raun um veruleika Guðs, og reyna til að fela sig í klettagjám og hamraskorum — einhversstaðar til að kom- ast undan ógnum Drottins og ljóma hátignar lians. En þar næst fylltist hugur hins heilaga spámantis með óendanlegum vísdómi. Og' með honum titrar nýr strengur: hin ótrúan- lega þolinmæði og miskunn hins eilífa Guðs, sem finnur leiðir og ráð til að auðsýna sína frelsandi náð og meðaumkun. Til þess að til- biðja þenna Guð, sem er hinn einasti herra og Drottinn allra“, hann, sem heitir kær- leikurinn, kallar Jesús á menn og laðar þá, þar til óttinn hverfur og verður að til- beiðslu, sem ekkert dregur undan, en gefur allt. Bæn: Ó, þú, sem ert ljós þess anda, sem þekkir þig, líf þeirrar sálar, sem elskar þig, kraptur þess hjarta, sem þjónar þjer, hjálp- aðu oss til að þekkja þig, svo að vjer get- um í sannleika elskað þig,að elska þig svo að vjer getum í öllu þjónað þjer, því í því er allt frelsi fólgið. 1 Jesú nafni. Amen. ----o---- Frá fjelaginu. Kveðjufundur var haldinn í A-D fimmtud. 24. Octob. — Var þá sumarið kvatt með því, að 6 fjelagar gjörðu grein fyrir sumarstarf- inu og var þeim hverjum gefinn 10 mínútna tími til máls. Sjera Bjarni Jónss'm, formað- urfjelagsins stjórnaði fundinum vel og rösk- lega. Fyrst talaði Jón Oddgeir Jónssnn og sagði frá Væringjastarfi sumarsins. Þar næst talaði Guðmundur Bjarnason og skýrði frá starfseminni inni á ræktunar- landi voru. Þá talaði Guðmundur Ólafsson um haust- markað vorn og undirbúninginn undir hann. Svo talaði Jón Sigurðsson um knatt- spyrnustarfsemina í ,Val“ í sumar. Þar á eptir talaði Jóel Ingvarsson um starfið í Kaldárseli og gaf yfirlit yfir það.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.