Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Page 6
4
MANAÐARBLAÐ K. F. U. M.
hinu vitra skáldi orð og alla þessa hnignun
og úrkynjun kveður hann eiga rót sína í því
að menn hættu að tigna guðina og tóku að
vanrækja helgihöldin, og fóru í vantrú að
halda að þeir væru sjálfum sjer nógir..— Og
hafi vantrú í heiðni haft svo skaðlegar afleið-
ingar, hversu miklu þyngri á metunum mun
þá vera vantrú og vanræksla vor, sem höf-
um hina fullkomnu opinberun hins sanna, lif-
anda Guðs í syni hans Jesú Kristi. Mjer
finnst að þetta kvæði sje alvarleg ádeila til
vor og aldar vorrar. Sú er öld nú að menn
vilja í engu vera upp á Guð komnir og fyrir-
líta hann og opinberun hans. Menn hreykj-
ast upp í oflæti sínu og finna upp hver undrin
á fætur öðrum í alls konar stórvirkjum og stór-
merkjum, sem menn áður á tímum dreymdi
ekki; framfarirnar eflast og enginn fær fyrir-
sjeð endimark þeirra, en með öllu þessu
standa menn í meiri vandræðum nú en
nokkru sinni áður. Þótt samgöngur á sjó og
landi og í lopti sjeu svo góðar, að stuttur
tími gangi til þess að ná heimsálfanna milli,
ríkir samt óviðráðanleg neyð í heiminum víð-
ast hvar; sumstaðar deyja menn úr hungri,
sumstaðar úr offylli og' ofnautnum. 1 staðinn
fyrir að nota hinar miklu uppgötvanir til
g'óðs og velferðar, hamast menn við að finna
upp meira og meira af drápsvopnum, eitur-
gasi og svo drepandi efnum að jafnvel svarti
dauði bliknar í sambandi við þá eyðilegg-
ingu, sem nýju drápsvjelarnar eiga að fram-
leiða. f undirdjúpi mannkynsins sýður og'
ólgar hatrið í stað kærleikans, hatur þjóða
milli, milli stjetta og einstakra manna. Menn
segja: Friður, friður! engin hætta, en »styrj-
cldin sefur á svæfli úr glóð við brennisteins-
voganna vellandi flóð,« og enginn veit, hve
lengi hún sefur; hún getur vaknað hvenær
sem vera skal, ef ekki í ár, þá ef til vill 1936,
og engin friðarþing og' afvopnunar ráðstefnur
fá haldið henni í skefjum. Riddarinn á bleika
hestinum, sem Jóhannes sá í sýninni, hann
sem heitir Dauði og hefur Helju í för með
sjer, hann ríður fram og hefur vald til þess
að láta menn deyja fyrir sverði, hungri og
drepsótt og láta menn farast fyrir ótömdum
:
I
t
t
öflum veraldarinnar. — Sannarlega er dauð-
inn á ferð. Og ekki eru máttarminni áhrif
hins andlega dauða. Merki þess dauða sjást
allstaðar: Á heimilum í losi hjónabands og
barnauppeldis, í spillingarbrjálsemi ofnautn-
anna, óreglu og taumleysi ungra manna, sið-
leysi og flennuskap ungra daðurdrósa, j
taumleysi ósiðlegra dansa, \ vaxandi óráð,-
vendni og glæpum. Þannig sjást allsstaðar
merki hins andlega darða; og hinn eilífi dfiucj:
með eilífri glötun sogar til sín alla hringið-
una inn í sitt huhgraða heljar gin. —
En öll þessi eymd, allt þetta böl stafar frá
þeirri banvanu uppsprettu, að menn falla
frá Guði og lávarði lífs og friðar, Jesú Krist;,
og útskúfa honum, ;:em einn hefur vald til
þess að gefa líf. Því e;ns og faðirinn upp-
vekur dauða og lífgar þá, þannig lífgar og'
sonurinn þá, sem hann vill, Og' smur'nn ei-
lífi gengur um kring og starf'ar allt iil þessa
að lífgjafarverki sínu, og hver sem tekur á
móti honum, fær eilíft líf, fær frið og krapt
frá hæðum. Sonurinn eilífi, sem mennirnir
útskúfuðu og mennirnir útskúfa nú í ofstopa
og heimsku sinni, hann gengur um kring enn
þá í óendanlegri meðaumkun og sampíningu
með hinum villuráfandi börnum veraldarinn-
ar. Hann starfar eins og Guð, faðir hans,
starfar að því að sönn friðaröld megi upp-
renna. Hann starfar á móti öflum dauðans
og eyðileggingarinnar. Og þegar straumuv
syndar og dauða hafa náð hámarki sínu, þeg-
ar hans tími kemur. þegar s.vndin, dauöinn
og djöfullinn hafa sýnt getuleysi sitt í eyði-
leggingarverki sínu, þegar hinn hrokafulli
mannsvilji er orðinn vanmegna og ráðþrota,
svo að berlega hefur komið í ljós, að hann
með öllum uppfindingum sínum og framför-
um getur ekki ráðið bót á mannkynsbölinu,
þá kemur hann, Drottinn allsherjar, fram í
almætti sínu og' kollvarpar öflum dauðans og
gefur líf. Hann starfar allt til þessa og' hann
gefur þeim, sem vilja fylgja honum, þeim
sem ganga honum á hönd, þeim sem trúa
á hann sem guössoninn og frelsarann, hann
gefur þeim líf og þeir starfa einnig allt til
þessa. Starf hans í þeim ber sinn ávöxt og