Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Side 10
8
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
þeir fallega skcgarsöngva og önnur lög bæði
saman á fiðlu, cello og píanó, og síðan feng-
um vjer bæði cello- og fiðlusóló með und r-
spili hvorttveggja. Var hljóðfæraleik þeirra
mjög vel tekið af eldri og yngri. Að því loknu
var oss borið kaffi og menn fóru að riæra
sig á ný. Því næst veitti sjera Friðrik, t'yrir
hönd Skógarmannastjórnarinnar, fimm urig-
um Skógarmönnum verðlaun fyrir áhuga cg
góða fundarsókn á fyrra ári. Verðlaunin voru
Biblían og Undirbúningsárin eftir sjera Fr.
Fr. Tveir af þessum drengjum voru því mið-
ur ekki viðstaddir, því annar þeirra lá veik-
ur heima, en hinn var úti á sjó. Því næst
flutti sjera Friðrik ræðu fyrir minni sjera
Einars Thorlaciusar og skcgræktarstjórans,
lýsti hann fyrir viðstöddum þeirri vináttu og
hjálpsemi, sem þeir hvor um sig hefðu sýnt
Skógarmönnum fyrr og síðar, og ekki sízt
í byrjunarerfiðleikum Skógarmanna meðan
þeir fyrst voru að heimsækja Lindarrjóður,
annað hvort fótgangandi eða með slæmum
farartækjum. Og þá var ekkert húsaskjól í
Lindarrjcðri að finna, nema tjöld þau, sem
menn komu með með sjer. Hann lýsti því að
Skógarmenn ættu því að þakka, hvað þeir
væru nú, að þeir hefðu nótið vináttu og hjálp-
semi góðra vina meðan erfiðleikarnir voru
mestir, og það hefði skapað þeim bjartar
framtíðarvonir og hugrekki til starfa. — Þeg-
ar hann hafði lokið máli sínu, tók skógrækt-
arstjóri til máls og lýsti mörgum þeim erfið-
leikum, sem skógræktarmál Islands hefði átt
við að búa, þakkaði hann fyrir góðar viðtök-
ur Skógarmanna og lýsti gleði sinni yfir því,
að þeir ættu heimili á jafn fallegum stað og
Vatnaskógur væri. Þá talaði sjera Einar
Thorlacius, þakkaði hann sjera Friðrik fyrir
ræðu hans og Skógarmönnum fyrir blessun-
arríkt og gleðilegt kvöld, hann minntist þeirra
skemmtilegu tíma á sumrin meðan hann var
í Saurbæ, þegar hinir ungu og fjörugu dreng-
ir hefðu komið til kirkju og sungið þar sálm-
ana fullum hálsi. Kvað hann það hafa verið
upplífgandi og skemmtilegt að tala yfir slík-
um kirkjugestum. Þakkaði hann þeim fyrir
margar góðar samverustundir fyrr og síðar.
Þá talaði fyrv. borgarstjóri Knud Zimsen.
Þakkaði hann fyrir boðið og hina ánægjulegu
kvöldstuncl, sem honum hefð’ auðnast að tiga
með Skógarmönnum. Hann talaði um hið þýð-
ingarmikla starf, sem Skógarmenn rækju í
Vatnaskógi og hver áhrif það myndi geta
haft á framtíð þeirra drengja, sem þar kæmu,
og þá um leið framtíð Reykjavíkur og æsku
hennar. Hann talaði mörg hvatningarorð t il
Skógarmanna og óskaði þeim gcðs geng'is í
framtíðinni og' ríkulegs árangurs af starfi
sínu. Þar sem nú var orðið nokkuð álið'ð
kvölds, endaði sjera Bjarni Jcnsson, dóm-
kirkjuprestur, hátíðina með guðscrði og bxn.
Sg.
Frá K. F. U. M. Akureyri.
Eins og fjelagsmönnum hjer er kunnugt,
starfai- K. F. U. M. á Akureyri undir stjórn
J(jbs. Sigurðssonar, sem einnig veitir forstöðu
starfsemi Kristnihoðsfjelaganna á Akureyri.
Fjelagið starfar í tveim deildum á Ak-
ureyri: A.-D. og U.-D. Fundir eru vel sóttir
í báðum deildum, og er það gleðilegt; en gleði-
legra er þó það, að þar er 1 lustað á guðsorö
með eptirtekt og áhuga af ungum mönnum.
Tveir fjelagsbræður vorir hjeðan úr Reykja-
vík, þeir Viggó Jessen vjelstjóri og' Sigur-
bergur Árnason kaupm. voru nýverið á fundi
í K. F. U. M. á Akureyri, og láta mjög vel
yfir því, sem þeir sáu og heyrðu þar. Almenn-
ar samkomur hefur Jóhs. í »Zíon«, húsi
kr’stniboðsfjelaganna, á hverju sunnudags-
kvöldi og er þá venjulega húsfyllir. Barna-
guðsþjónustur hefur hann hvern sunnudags-
moi'gun, og' eru þ:cr svo vel sóttar að húsið
rúmar vart cll þau börn, sem þangað koma.
Aldrei eru þau færri en tvö hundruð, oft um
þrjú og á fjórða hundrað börn, sem koma.
Biblíulestur með sambæn hefir Jóhs. einu
sinni í viku, þar sem koma stöðugt 35—50
manns. Annanhvern fimmtudag er samkoma
í Glerárþorpi. Þangað fer alltaf dálítill flokk-
ur með Jóhs., og eru þær samkomur prýðilega
vel sóttar. Nú í maí næstk. er útrunninn tim-
inn, sem Jóhs. er ráðinn hjá Kris'niboðsfje
lögunum á Akureyri, og fjelög'in svo fátæk, að
þau treysta sjer ekki að launa mann. Oss