Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Page 12
10
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
mann: Oxford-Gruppe-Bevegelsen i luthersk
Belysning (kr. 2.50 n.). Eins og allt sem frá
hans hendi kemur, er þessi bók ítarleg og
áreiðanleg — og ættu allir, sem eru s;er meú-
vitandi um sjergildi lútherskrar trúar, að lesa
þetta rit.
Valgeir Skagfjörð.
---
Róið í land.
Smásaga.
Knútur gamli var einn af duglegustu fiski-
mönnunum í öllu fiskiverinu. Það leit út fyrir,
að það fylgdi honum alveg sjerstök heppni,
þegar umi fiskiveiðar var að ræða. Það var
í rauninni enginn, sem hafði neitt á móti því,
að fá skiprúm hjá honum. Að minnsta kosti
var það svo, að hver sá, sem var svo hepp-
inn að fá skiprúm hjá Knúti, var viss um að
ganga frá borði með góðan hlut, að vertíð lok-
inni. Þannig hafði það að minnsta kosti verið
að undanförnu.
Það voru margir nýliðar, sem kepptust um
að fá skiprúm hjá Knúti, vegna þess, hve
mikill fiskimaður hann var. En að sumu leyti
voru þeir samt hálf-leiðir yfir því að vera
ráðnir hjá honum, þegar þeir komust að því,
áð hann var »lesam.:i!) Það var alls ekki svo
auðvelt að sitja inni, þegar Knútur tók Bibl-
íuna og las langa kapítula í henni. Það var
heldur engin skemmtun í því fólgin að sitja
inni og syngja þessa löngu sálma, sem' hann
stakk upp á við þá, að þeir skyldu syngja.
Hversvegna gat hann ekki eins látið syngja
stutta sálma. sem voru ekki nema tvö vers
eða svo? Nýliðarnir gutu oft hornauga hver
til annars, þegar Knútur tilkynnti, hvaða
sálm ætti að syngja, og þeir skildu hver ann-
an á svipnum, en enginn þorði að segja neitt.
En verst af öllu var það þó, þegar Knútur,
eptir lesturinn, kraup á knje, spennti gre;par
*) Uppnefni í háðungarskyni á heittráaimönnum
í Norefíi, einkum fylgjendum H. N. Haupe.
og bað til Guðs. Æ, að sitja hér og hlusta á
allt þetta. Knútur þakkaði Guði fyrir frelsið
talaði v:'ð hann um þá þungu ábyrgð, sem
hvíldi á sér — sem sé þá, að þessir ungu
menn, sem hann hafði með sjer í bátnum,
vteru ekki frelsaðir. — Já, þú veizt það, Guð,
sagði hann stundum, - hverstt opt þetta hefur
valdið mjer angistar og gert mig kvíðand', en
veittu mét' náð til þess að koma þeim he’lu
og höldnu í land aptur, já, hjálpaðu mjer til
þess að sýna þeim leiðina inn í hina eilífu
höfn. — Þá var eins og bekkirnir, sem þeir
sátu á, væru heitir eða alsettir nálunv. Þegar
Knútur hað svona, var eins og þeir fyndu
á knjám sjer, að það ætti ekki við að sitja.'
Hnjáliðirnir urðu svo máttvana, að þeim
fannst það vera hið eina rjetta, að beygja
knje sín. Bara að maður gæti komizt út, þá.
En það var meira, sem Knútur hafði að
tala við Guð um. Heimilin þeirra, hina
fiskimennina já, um allt talaði hann við
Guð, svo að það var næstum barnalegt. Þegar
hann svo bað Guð um, ef það þóknaðist hon-
um, að gefa þeim það, sem þeir þurftu með
af jarðneskum gæðum, — að hann vildi gefa
þeim fisk, ja, þá var eins og þeir gætu fylgst
með í bæninni. Því höfðu þeir áhuga fyrir.
Svo slæmt sem það var, að þurfa að hlusta
á bænirnar, var það þó gott, að hann skyldi
ekki gleyma þessu. Fólk, sem gekk fram hjá
verbúðunum, gat oft heyrt sönginn, sem
hljómaði út frá verbúð Knúts, og á kvöldin
var .jafnvel hægt að heyra orð og orð af hin-
um heitu bænum hans. Það var þess vegna
ekki ósjaldan, að unglingar, sem höfðu að-
setur sitt í verbúð Knúts, »lesarabúð« eins
og þeir kölluðu hana, fengu framan í sig alls-
konar háðsglósur um helgidagsandlit, bæna-
samkomur og sálmasöng. Þá áttu surnir þeirra
það til, að svara aftur með grófum orðum,
að hún væri áreiðanlega ekki samkvæmt
þeirra csk, öll þessi guðrækni. Friðþjófur
bölvaði og sagðist ætla að reyna að fá bnn ’-
inn enda á þetta, því að Lesara-Knútur mundi
verða langbezti formaðurinn í öllu fiskiver-
inu, bara ef hann hætti þessu bænastagli.
En þegar þeir fóru að hugsa um það eptir