Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Síða 14

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Síða 14
12 MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M. í bátnum hans Lesara-Knúts. En einn varð eptir á kjölnum. Hvað ællaði Knútur nú að gera? Enginn vildi spyrja hann, þeir skildu það, að hjer gat enginn rjett hjálparhönd nema Knútur. Pær voru ekki margar mínút- urnar til að hugsa sig- um, og þó virtust þa?r vera heil eilífð. Knútur lætur bátinn taka viðbragð fram, snýr honum, og þeir ber- ast lengra burt frá bátnum. Pað hringsnýst allt fyrir mönnunum, en til allrar blessunar er ekki tími til þess fyrir þá að hugsa sig um, því að á augabragði snýr Knútur bátnum. og þeir komast aptur að bátnum, sem hvolft hafði. Og í þetta sinn eru það tveir af hraust- ustu piltum Knúts, sem grípa í manninn, sem er á kjöl og draga hann gætilega inn í bát- inn. Á næsta augnabliki tekur brimið bát- inn, sem hafði hvolft og slengir honum upp í stórgrýtið, og þar brotnar hann í spón. Nú skýzt bátur Knúts eins og ör gegnum brim og boða, og' eptir augnablik höfðu þeir einnig komizt inn um þrönga sundið og inn á fjörð. Stormurinn hafði aukizt enn meir en þeir höfðu gert sjer í hugarlund, á meðan þeir voru við björgunina. Rödd formannsins hljóm- ar enn á ný: »Takið saman seglið,« — og með fokkuna eina uppi skríður báturinn inn fjörðinn óðfluga að landi. Sjórinn er eitt löð- ur, svo að það er engin leið að sjá neitt fram fyrir sig, en meðan stýrisvölurinn er í hinni styrku hönd Knúts, vita allir, sem í bátnum eru, að öllu er óhætt. — Eftir fáar mínútur eru þeir komnir að bryggjunni, — síðastir að vísu, en með dýrmætasta farminn innanborðs — sjö menn. Peir, sem í landi voru, þóttust sannfærðir um, að þetta yrði mesti slysadagurinn, sem menn myndu eptir, — en þökk sje Lesara- Knúti fyrir björgunina. Það fórust aðeins tveir bátar, þeir tveir, sem hjeldu það vera heimsku úr Knúti, þegar hann hrópaði á þá. Það var seinna um kvöldið. Inni í »Lesara- búðinni« logar ljós. Úti hamast stormurinn meir en nokkru sinni fyrr. En inni í »Lesara- búð« er söngur. Svo öflugur söngur hafði aldrei hljómað þar fyrr. Knútur tekur dýr- mætu bókina sína og lcs með titiandi röddu: »Ákalla mig á degi neyðarinnar, jeg mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.« (Sálm. 50, 15.). Hann leggur bókina frá sjer og beyg'- ir knje sín til bænar. — — Hann er ekki framar einn lesari í þe-sari verbúð núna. Við hlið hans krjúpa þrír ungir menn og þakka Guði fyrir það, að þetta orð er satt, þakka Guði fyrir það, að hann hefur leitt sálir þsirra, sem hingað til hafa látið hrekjast fyrir öll- um' vindum, inn í örugga höfn, þar sem þeir geta hvílst rólegir og öruggir. (P. S. þýddi). ------*><=><«---- Til athugunar. Guð býöur oss að bera vorn kross og ljetta at' oss öllum sorgum. En vjer erum ávalll að rtyna aó Ijetta af oss krossinum en teia sorgirnar. Veizt þú hvernig þú getur hefnt þín á þeim, sem baktala þig? Gjörðu þá að lygurum með gððri breytni þinni. Menn haltra til Guðs en þeir h’.aupa til djöf- ulsins. - Viljir þú komast ókvíðinn í gegn um lífið, þá horf þú yfir sjálfan þig. Viljir þú ekki vera ókunnur í lifinu, þá torfðu í kringum þig. Viljir þú sjá þitt eigið gildi, þá horf í sjálf- an þig. Fundir og fundartími. A.-D. fundur hvern fimtudag kl. 8V2 síðd. Ymsir rœðumenn. U. -D. fiindur á hverjum sunnudegi kl. 8x/2 síðdegis. Margbreytt fundarefni. Aug'lýst fyrir hvern fund. Y.-D. fumlur á hverjum sunnudegí kl. 1 y2 e. h. —- Sveitafundir ýmsa daga vikunnar, boð- aðir sjersaklega. V. -D. funilur á hverjum sunnudegi kl. 3 e. h. — Sumuidagnskólinn á hverjum sunnudagsmorgni k!. 10. Textafundir kennaranna á mið- vikudagskvöldum kl. 8í4. lióluisnfiiið opið eins og áður fyrir allar deildir K. F. U. M. og K. F. U. K. ötgefandi K. F. U. M. 1 Reykjavlk. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.