Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1936, Blaðsíða 7
MANAÐARBLAÐ K. F. U. M.
13
Stefán Sandholt
bakarameistari
einn aí' h.inum fremstu cg beztu meðlimum
fjelags vors, átti fimmtug'sáfma'li hinn 10.
apríl og bar jiann merkisdag í lífi bans upp
á langa frjádag'. Prátt fyrir það mun hafa
verið gestkvæmt hjá honum u.m dauinn, því
að hann er einkar vinsæll maður sem kunn-
ugt er. Meða.1 annara, sem hreimsóttu hann
þenna dag, voru meðstarí'smenn hans í stjórn
K. F. U. M., er fluttu honum hamingju- og
blessunaróskii' sínar og fjelagsins.
Pað var mikill happadagur fjelagi voru,
er Stefán gerðist meðlimur þess, fyrir nál.
20 árurn, því að frá þeirri stundu hefur hann
verið einn meðal hinna einlægustu og áhuga-
sömuistu, meólima þess.
Ilann hefur ávall.t látið sér annt um heill
og hag fjelagsins og jafnan verið fórnfús og
reiðubúinn til hverskonar starfa fyrir það,
er á hefu.r þurft að halda, og það þrátt fyrir
umfangsmikinn eigin atvinnu.rekstur og ým-
isleg störf önnur í þágu.: iðnar sinnar, einkum
hin síðari ár.
Árið 1927 var hann kosinn í stjórn fjelags
vors og árið eptir varð hann þar aðstoðar-
gjaldkeri og annast innheimtu á ársgjöld-
um fjelagsmanna. Það starf hefur hann haft
á hendi síðan og' rækt það með frábærum
dugnaði og a-lúð, enda þótt það sje bæði all-
umfangsmikið og argsamt eins og innheimtu-
störf eru venjulega.
Hann var aðalhvatamaður þess, að K. F.
U. M. hafði stórt skrifstofutjald til almenn-
ingsnota á Alþingishátíöinni á Þingvöllum
1930 og var í undirbúningsnefndinni er sá
um það og þátttöku fjelagsins í hátíðinni. Sú
ráðstöfun kom sjer vel fyrir marga eins og
kunnugt er og hafði fjelag vort vinsældii
af þeirri framkvæmd.
Byggingarmál fjelagsins hefu.r Stefán bor-
ið fyrir brjósti frá upphafi og þar verið bjart-
sýnn og stórbuga; má fullyrða að því væri
lengra komið en er, ef áhugi fjelagsmanna
yfirleitt, í því rnáli, hefði verið svipaðui og
hans.
Pá hefur hann ekki legið á liði sínu við
Haustmarkaði fjelagsins, heldu.r má segja að
þar hafi hann haft mörg vopn á lcpti í senn,
og þannig mætti lengi telja,.
Stefán er bjartsýnn og glaður, sem og er
eðlileg't, því að hann er gæfumaður, og hon-
um hefur hlotnast niesta gæfan, sem unnt
er að höndla í lífinu, en það er einlæg, lif-
and.i trú á frelsarann Jesúm Krist og sam-
fjelagið við hann. Sú trú hans mótar líf hans
og ber það uppi. Þess vegna getur hann ekki
annaö, en lagt hverju því starfi lið sitt, er
hann sjer að megi verða Guðs ríki til út-
breiðslu og eflingar, bæði meðal vorrar eigin
þjóðar og ókristinna, þjóða. Ilann er þá líka
einn meðal hinna fremstu fru.mkvöðla og
stuðningsmanna kristniboðsins meðal heið-
ingja o. s. frv.
Guð gefi marga verkamenn í víngarð sinn
honum líka.
Vjer þökkum honum áhuga, einlægt og ó-
eigingjarnt starf í þágu fjelags vors á liön-
um árum og væntum að mega njóta þess enn
um langt skeið.
Guð blessi hann og ástvini hans öll ókom-
in ár.
Sj.