Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1936, Blaðsíða 14
20
MANAÐARBLAÐ K. F. U. M.
Væringjar
hjeldu 23 ára afmœl'isfagnað á suma,rdag-
inn fyrsta. Nú byrjar hið fjöruga útilíf skát-
anna, ferdalög og útilegur. — Um leið og
minnst er á skátana, ber að leiðrjetta mis-
sögn í ritinu »K. F. U. M., starf þess og
skiprdag«. Það mun vera. rangt, að skáta.-
hreyfingin sje u.ppru.nnin innan K. F. U. M.
Menn eru beðnir að athuga þetta og a.fsaka.
Valúr
vígði nýjan völl suður un,dir Eskihjíð 10.
máí í vor. Þa.r var flu.tt ræða ep'tir sr. Frið-
rik Friðriksson, framkvæm.dastjóra fjelags
vors, og blessun lýst yfir hinu nýja svæði:
»Frá húsi Drottins blessum 'vjer yður«. Síð- •
an kepptu Iiaukar frá Hafnarfirði og Valur,
3. Hokkur. Skemmtun var fyrir 3. og 4. fl.
Vals í K. F. U. M. i;,m kvel.dið, 11. maí, af-
mælisdaginn sjálfan, kom út hátíðarrit mik-
ið og glæsilegt að frágangi. Um kveldið var
samsæti í Odd.fellow-höilinni. Þangað var boðið
stjórn K.F.U.M., og var þar óspart látið í ljós
þakklæti fyrir samband Va,ls og K. F. U. M.
- Guð blessi framtíð Vals og samband hans
við K. F. U. M.
Sunnudagaskólinn
hefur starfað eins o.g áður. Ha.fa honum
bættst nýjir kraptar af yngra fólki í seinni
tíð. Hann hefur látið prenta textana, sem
notaðir eru vjð skólann, og auk þess gefið
su,nnu,d,agaskó]unum í úthverfum og Hafnar-
firði með sjer. Hann hefur nú tekið sjer sum-
arhvíld.
Sumarstarfiö
er byrjað (sbr. það, sem ,sagt er um Y. D.).
U. D. hyggur á mót í Kaldárseli. Sumarstarfs-
nefnd undirbýr starfið í Vatnaskógi. Ákveðn-
ir eru flokkar þannig: 3.'—9. júlí, 9.—15. júlí
og 15.-—24. júl.í. E. t. v. verður flokkur í
júní, ef þátttaka fæst nóg í tæka tíð. Enn-
fremur getur flokkur orðið í ágúst Senni-
lega verður og flokkur frá Akranesi.
Starfsrád K. F. U. M.
hjelt fund, 13. maí. Fulltrúar mættu fi á
U. D., Y. D„ V. D„ S; D.. G S., Væringjum,
VaJ, Su.nnu.dagaskólan.um, Bókasafninu, Skóg-
armönnum og stjórn fjelagsins. - Starfsráð-
ið á að vera einskonar miðdepill fjelagsins,
þar sem allar starfsgrein.ar mætast. Mætti
það verða. í framtíðinni.
Kristur er mjer meiri.
Þegar hinn nafnkunni stjórnmálamaður,
Daníel Webster, stóð á hæðsta tindi frægðar
,sin,nar, bar það við einu sinni að hann var
í samkvæmi menntamanna. í Boston. Þa,r vori':
saman komnir lögfræðingar, læknar, stjórn-
málamenn, kaupmenn og rithöfundar. Meöan
að stóð á máltíðinni komust samræðurnar inn
á kristindómsmálin og. játaði Webster þá,
meðal annars, trú sína á guðdóm Krists.
Vantrúarmaður mikill, frægur fyrir mennt-
un sína, sat gegnt honum við borðio, leit til
hans og spurði:
»Skiljið þjer, herra Webster, hvernig Krist-
u,r gat verið bæði Guð og maður?«
Webster leit hvasst á hann og svaraði:
»Nei, herra minn, það get jeg ekki skiliö;
gæti jeg það, þá væri Kristur ekki meiri en
jeg og gæti ekki verið frelsari minn. En
ástand mitt og vanmáttur hefur sannfært
mig rækilega, og sannfærir mig daglega um
það, að je,g þarfnast frelsara og endurlausn-
a,ra.«
Vantrúarmaðurinn þagði við þessu.
ATHUGIÐ
Söngbók K. F. U. M.
S'ónglög K. F. U. M.
Söngbók sunnudagaskóla
Alþjóðamerki K. F. U. M.
fæst hjá ritara fjelagsins
Sigurjóni Jónssyni Þórsgötu 4
ötgefandi K. F. U. M. 1 Reykjavik.
Prentsmiöja Jóns Helgasonar.