Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1936, Blaðsíða 11

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1936, Blaðsíða 11
MÁNÁÐARBLAÐ k. f. u. m. 17 ritið til að kynna K. F. U. M: og starf þess meðal landsmanna. ★ 'g.y Þá hefur verið talið hið helzta, sem stjórn- in hefur haft með höndum og' verið við rið- in af málefnum fjelagsins á liðnu, starfsári. Stjórninni er .fullkomlega ljést að starf henn- ar er lítið pg' ófullkomið á móts við það, sem það þyrfti að vera, en hún -biður þess ov treystir því að Drottinn geti notað það og blessað, þó að það sje í veikleika gjört. Að endingu. þakkar stjórnin öllum með- limum fjelagsins, yngri sem eldri, er lagt hafa fra.m mikið og óeigingjarnt starf í þágu fjelagsins á liðnu starfsári, bæði leynt og ljóst. Drottinn blessi hvern einstakan fjelags- mann og fjelagið í heild sinni á komandi starfsári. F. h. stjórnar K. F. U. M, í Rmk 26/3 1 936. Rita,ri. Kvöldskóli K. F. U. M. Mánaðarblað K. F. U. M. hefir árlega flutt fregnir af því helzta, sem varðar starf Kvöld- skólans, og má því vænta þess, að fjelags- mönnum sje kunnugt um þetta starf í höfuð- dráttum. Mjer er það sjerstök ánægja að skýra stjórn fjelagsins frá skólanum í sambandi við aðalfund K. F. U. M. 1936, en þá langar mig til að -minnast lauslega á viðgang skólans, frá því að ég tók við stjórn hans haustið 1931. Ilaustið 1931 var ískyggilega lítil aðsókn að kvöldskólanum og það svo, að fullar horf- ur voru á því að hann mundi færast saman í eina fáskipaða deild. Til þessa lágu. tvær meginorsakir, sem hiér skal ekki ná.nara vik- ið að. Þetta haust höfðu aðeins 22 piltar sótc um. skólavist, og er sá hópur nálega 2/3 þeirra nemenda, sem skipa hverja deild skól- a.ns. Þá var horfið að því ráði, að stofna sér- staka námsmeyjadeild við skólann. Sýndi það sig brátt, að þessi nýbreytni var vel þeg- in, því a.ð á svipstundu höfðu, nál. 30 stúlk- ur sótt um inntöku í deildina. Starfaði skól- inn því veturinn 1931 ’32 í tveim deildum, A-dcild, (drengjadeild) og B-deild (stúlkna- deild). Haustið eptir hóf skólinn starf sitt með sömu deildu.m fujlskipuðum, 31 nemanda í drengjadeild og 32 nemend.um í stúlkna- deild. -- Vorið 1933 þótti auðsýnt, að hægt micndi að stofna. nýja deild næsta haust. Varð það að fáði, og hlaut deildin heitið C- deild. Þessi deild hefur síöan verið framhalds- deild, skólans, skipuð piltu.m og stúlkum, er lokið hafa prófi í byrjendadeildum skólans, og öðrum unglingum, er hlotið h.afa svipaða menntun. Deildin hóf starf sitt með 26 nem. Haustið 1934 var slík aðsókn að kvöld- skólanum, að skólanefnd, ákvað að bæta við nýrri nemendadeild, er kölluð var D-deild. Tók deildin til starfa með rúml. 30 nemend um, en allar hinar deildirnar voru að sjálf- sögðu fullskipaðar. I þessari deild hafa ver- ið bæði piltar og stúlkur. Kvöldskólinn hefir þannig um tveggja vetra skeið starfað í fjórum fullskipuðum cleildum með samtals nál. 120 nemendum hvort ár. Starfinu hefur orðið að haga þannig, að tvær deildirnar, B- og D-deild, hafa aö rnestu starfað síðdegis, frá kl. 41 —65,, en hina.r tvær, A- C-deild, að kvöldlagi, frá kl. 8—10. Hefur þetta. verið gjört vegna þess, að skólinn Jiefur aðeins eina kennsl.ustofu handa öllum þessum fjölmenna nemend.ahópi. Hjer fer á eptir skrá yfir nemendafjölda deildanna við byrjun yfirstandandi skólaárs: 1 A-deild 36 nemendur - B — 32 ---- - C — 34 ---- - D — 30 ---- Námsgreinir þær, sem kenndar eru i skól- a,num, eru. sem hpr segii-: Kristin fræði, ís- lenzka, dansk’a, enska, reikninggr, bókfærsla og' auk þess þýzka í framhajdsdeild. Þá fá

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.