Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1938, Blaðsíða 14

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1938, Blaðsíða 14
36 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. Alþjóðabænavika fjelag-a vorra er dagana 13.—19. nóvem- ber að þessu sinni. Ihugunar- og bænarefnin þá daga eru birt í þessu blaði. Auk þess. eru þau prentuð sjerstaklega í litlu hefti, sem útbýtt er ókeypis til þátttakenda í samkom- unum, sem haldnar eru á hverju kvöldi vik- unnar, eins og venja er til. Ný drengjabók. Prldtjov Blrkeli: It j ii r u í 1 u g - iii » ð ii r . útg. Skógarmenn K. F. U. M. Reykjavik 1938. 172 bls. Verö kr. 4,50 i bandi. Það er árlega gefinn út mikill fjöldi drengjabóka, en ekki verður ávallt rneð jafn miklum rjetti sagt:, að þær eigi allar brýnt erindi til drengja. En hjer kemur þó innan- um ein, ,sem hægt er að gefa hin beztu með- mæli og brýna fyrir drengjum að lesa. Björn flugmaður er einhver sú bezta drengjabók, sem jeg hefi lesiö. Ilún er skrifuð af næm- um skilningi á lífi drengja og hugsunarhætti og á þann hátt, að allir lesa meö óblandinni ánægju. Aðal söguhetjan, Björn, verður ósjálfrátt aðdáunarefni allra þeirra, sem lesa. Og drengirnir sjá þar fyrirmynd, sem þeir reyna að líkjasti, hetjuna, sem ekkert hræddist. — • Sagan er einnig viðburðarík og með afburó- um skemmtiieg, svo lesandinn fylgist með hugfanginn frá upphafi til enda. Sagan á því brýnt eríndi til drengja og allra, sem drengj- um unna. Einnig í öðrum skiiningi er útgáfan þarft verk. Hún er sem sje gefin út til ágóða fyr- ir skálasjóð Skógarmanna, til byggingar sumarbústaðar í Vatnaskógi. Það mál er orö- ið knýjandi nauðsynjamál, en allmikið fje vantar enn til framkvæmda. Til þess að reyna að flýta fyrir því máli dálítið, hafa Skógar- menn ráðist í þetta fyrirtrki. Það má ef til vill teljast nokkur áhætta, en þeir treysta vinsældum sumarstarfsins og vona að það traust verði ekki til skammar. Stjórn Skógarmanna má því hafa þakkir fyrir að hafa ráðist í þessa útgáfu, því það er þarft verk í margföldum skilningi og þyrfti að verða grundvöllur að meira starfi í sömu átt. —a s — y Dauða hafið. Hvers vegna hefir það fengið þetta nafn? Það er vegna þess að engu er líft í því. Vatn- ið getur aðeins runnið í það, en ekki úr því aftur, og við það verður eðli ]iess þannig að allt líf í því deyr. Athugið nú hversu sönn líking þetta er af lífi margra kristinna manna. Þeir fara og hlusta á Guðs orð æ ofaní æ og veita stöðugt viðtöku, en náðin og krafturinn, ,sem inn streymir, fær enga útrás og ber því engan ávöxt í lífi þeirra. Það var eitthvað sem lok- aði fyrir hið innra líf þeirra og loks varu endirinn sá, að allt líf dó út. Þú, sem vilt vera, vinur Jesú, vertu ekki hálfvolgur í á- huga þínum, vertu brennandi í andanum. Þjóna Drottni! Þjóna honum með gleði! Fundartími K. F. U. M. og K. F. U. K. I’yilr uinra íðlldð: A þriöjudögum lcl. 'áy2 e. h. A.-D. í K.F.U.K, Á íimmtudögum kl. e. h. A.-D. í K.F.U.M. A sunnudögum kl. 814 e. h. Almenn samkoma I’yrlr unglinga: Á sunnudögum: Kl. 5 e. h. U.-D. í K. F. U. K. Kl. 814 e. h. U.-D. 1 K. F. U. M. ^ I yrlr börn: Á sunr.udögum: Kl. 10 f. h. Sunnudagaskólinn, lyrir öll börn. Kl. 114 e. h. V.-D. og Y.-D. fyrir drengi. Kl. 314 e. h. Y.-D. fyrir telpur. Útgef.: K. F. U. M. Rvík. Prentsm. Jóns Helgasonar.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.