Tákn tímanna - 15.08.1919, Qupperneq 1

Tákn tímanna - 15.08.1919, Qupperneq 1
r C7 f Dllt »Því að orð-Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggj- uðu sverði, og smýgur inn í instu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, og er vel fallið til að dæma hugsanir og liugrenningar hjartans«. I. ár. Reykjavík 15. ágúst 1919. 11. tbl. »En vita skalt pú petta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir«. „Heimurinn fyrirferst og fýsn hans“, »Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki föðursins ekki í honum. Því alt það sem í heim- inum er, fýsn holdsins og fýrsn augn- anna og auðæfa-oflæti. Það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heimurinn fyrirfersl og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilifu«. 1. Jóh. 2, 15 — 17. Nátlúrlegur maður elskar heiminn, og það er honum lilheyiir. Okkur er það óeðlilegt að elska ekki heiminn, og þar hlýtur að verða mikil og gjörsamleg breyting í hjartanu, áður en við náum því, að geta og vilja elska nokkuð ann- að. Ilinn óendurfæddi mun halda fast í og binda sig hinu jarðneska — hið jarðneska er honum eðlilegt, og hann hefir engan smekk og enga löngun fyrir og til neins þar fyrir utan. Sá, sem er holdlega sinnaður, skilur að eins það, sem holdlegt er (Róm. 8, 5) hann »skil- ur ekki það, sem Guðs anda heyrir til; því það er honum heimska, og hann getur ekki þekt það, því það dæmist andlega«. 1. Kor. 2, 14. »Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki föðursins ekki í honum«. Með orðatiltækinu heimurinn, er hér meint liið illa. Alt, sem tælir og ginnir hið náttúrlega hjarta, er af heiminum. Alt það, sem vekur löngun til þess, sem andstætt er orði Drotlins, er af heimin- um, jarðneskt. Alt, sem verkar æsandi og lokkandi á hinar holdlegu eðlishvat- ir mannsins, er frá heiminum ekki frá Guði. Sá, sem elskar þessa hluti, þekkir ekki kærleika föðursins, kærleiki sá, sem Guð á til, er ekki til hjá þvílíkum, og það, sem þvílíkur elskar, er Guði fjar- lægt. Ef einhver elskar heiminn, þá er það vegna þess að hann sjálfur er jarð- neskur. Þarna hefir þú, lesari, mælikvarða til að mæla sjálfan þig með, hvort þú ert af Guði eða heimi þessum. Elskar þú það, sem er göfugt og gott? Þykir þér mest varið í að hugsa um það, sem er háleitt og hreint? Eða kýs þú heldur að brjóta heilann um það, sem er jarð- neskt, hið ómerkilega? Finst þér meira geðfelt að láta hugann leika um hið gagnslausa, hégómlega, lxoldlega, saur-

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.