Tákn tímanna - 01.05.1920, Blaðsíða 2

Tákn tímanna - 01.05.1920, Blaðsíða 2
58 TÁKN TÍMANNA hélt áfram að biðja og kalla á eftir honum, þegar lærisveinarnir vildu að hann sinti henni ekki, kom hún og féll niður við fætur hans biðjandi, hjálpa þú mér herra og hún varð bænheyrð. Hvílík gleði hefir það verið, þegar hún kom heím og fann dóttir sina heilbrigða. t*að er bæn trúarinnar, er vér þurfum að hafa meira af. Þriðja frásögnin er um föður er átti son er var veikur, Jóh. 4, 43—54. Þessi faðir var konungs- maður. Hann ferðaðist til fundar við Jesúm og bað hann að lækna son sinn, því hann lægi fyrir dauðanum. Jesús segir við hann: »Far þú heim, sonur þinn lifir«, og maðurinn trúði orðum þeim er Jesús hafði talað til hans og fór. Og að síðustu, hér höfum við frásögnina um ekkjuna frá Nain. Lúk. 7, 11—17. Hún var mjög sorgmædd; því hennar einkasonur var dáinn. Þegar maður hennar dó, hafði hún þó soninn sér til gleði og ánægju. En nú var hann einnig borinn burtu og hún var einstæðingur í annað sinn, En þegar Drottinn sá hana, kendi hann inniiega í brjóst um hana og sagði við hana: »Grát þú ekki!« Og hann gekk að og snart líkbörurnar, en þeir, sem báru. námu staðar, og hann sagði: »Ungi maður, eg seg, þér, rís þú upp!« og settist þá sá upp, sem dauður var, og tók að mæla, og hann gaf móðir hans hann. Jesús óskar einnig að foreldrarnir komi með smá börn tíl hans. Látið börnin koma til min, og bannið þeim það ekki, því slíkum heyrir Guðsríki til«, Mark. 10, 14. Jesús er vinur barn- anna. Mér dettur í hug, er eg las um einn hvíldardagsskóla, og þar var spurt, hvort Jesús mundi nokkru sinni brosa. Ein lítil stúlka svaraði, að ef Jesús hefði aldrei brosað, mundu smá börn ekki hafa komið til hans. Það er foreldranna einkaréttindi, að bera smábörnin á örmum bænarinnar, og ef þeir gera það með þeirri trú og með slíkum áhuga, sem mæðurnar forðum, munu þeir áreiðanlega fá mikla blessun. Það er stundum ekki létt að starfa fyrir ástvini sína. Vér höldum jafnvel að vér höfum gert alt, bvað vér megn- um. En Jesús megnar að fullkomna verkið, vér verðum að koma aftur til hans. Hann fór og leitaði að hinum týnda sauð, þar til hann fann hann. Hann kom gangandi um nótt á hinu ólgufulla hafi, til að hjálpa lærisvein- um sínum, Jesús megnar að frelsa, þó illa líti út fyrir vorum augum. Ef hinn mikli dagur skyldi nú koma. Hversu margir af oss mundu þá geta sagt: »Hér er eg og þau börn, sem þú gafst mér«. Látum oss starfa og biðja fyrir æsku- lýðnum, fyrir börnum vorum. Leitið og þér munuð finna. Þegar mennirnir fjellu í synd, fjarlægð- ust þeir Guði og urðu dauðanum undir- orpnir. Og frá þeim tíma hefir rödd Drottins hljómað til mannanna að leita hans: og fyrirheitið um að sá sem leit- ar skal finna, er gefið til uppörfunar. Margir hafa hlýtt röddinni, sem kallar. En því miður, flestir leita heimsins og þeirra hluta, sem í heiminum eru. En samt verður Drottinn ekki þreyttur að kalla. Þegar vér lesum Guðs orð, sjáum vér hversu óþreytandi hann starfar á

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.