Tákn tímanna - 01.05.1920, Blaðsíða 8
64
TÁKN TÍMANNA
j ■
rr ' ....................... ^
Tákn Tímnnna,
málgagn S. D. Aðventista, kemur út einu
sinni í mánuði. Kostar kr. 2,00 árgang-
urinn. Gjalddagi 15. okt. og fyrirfram.
Útg.: Trúboðsstarf S. D. Aðventista.
Rilstjóri: 0. J. Olsen.
Sími 899. Pósthólf 262.
Afgreiðslan i Ingólfsstræti 21 b.
I .................. )j
stafur hugga mig. Um dauðans skugga-
dal styð eg mig við þig«.
Góð SYÖr.
í klaustri einu voru tólf munkar, er
höfðu dregið sig út frá heiminum. t*eg-
ar Þeir höfðu búið um sig að öllu leyli,
skrifuðu þeir yfir dyrunum þessi orð:
»Þetta er Klaustur gleðinnar«.
Þegar keisarinn einusinni fór þar
framhjá, leit hann á þessi orð er þar
voru skrifuð. »Ekki«, hugsaði liann.
»Þér munkar hafið engar áhyggjur, en
eg, sem er voldugur höfðingi, er aldrei
laus við þær. Eg skal gefa yður áhyggj-
ur. Þá lét hann kalla munkana fyrir
sig og sagði til þeirra. Eg vil leggja
fyrir yður þrjár spurningar, og eftir
þrjár vikur verðið þér að hafa svarað
þeim, ef þér getið það ekki, þá skuluð
þér verða reknir burt út í hina víðu
veröld.
Hinar þrjár spurningar hljóða þannig:
Hvenær liungraði brauðið? Hvenær
þyrsti vatnið? Hvenær var vegurinn
þreyttur? Munkarnir vissu ekki hvernig
þeir ættu að komast út úr þessum vanda
og þegar þær þrjár vikur voru næstum
liðnar, voru þeir jafnnærri. Þá fann einn
af þeim iðnaðarsvein, er spurði, hvers-
vegna hann væri svo hryggur, og þegar
sveinninn fékk að vita ástæðuna, lofaði
hann: »Á þeim ákveðna degi skal eg
koma og hjálpa yður«.
Á tilteknum tíma kom keisarinn með
skrauti og viðhöfn. Iðnaðarsveinninn
var einnig kominn og var klæddur
munkaklæðum og stóð fremstur í hóp
munkanna. Keisarinn kom með sömu
spurningarnar aftur: Hveaær hungraði
brauðið? Hvenær þyrsti vatnið? Hve-
nær var vegurinn þreyttur?
Drengurinn svaraði: »Þegar Drottinn
Kristur hafði fastað í 40 daga og 40
nætur í eyðimörkinni og seinast hungr-
aði, þá hungraði brauðið, þvi hann
segir sjálfur: »Eg er lífsins brauð« (Jóh.
6,35). Þegar hann á krossinum hrópaði:
»Mig þyrstir, þá þyrsti vatnið, því hann
segir sjálfur: »Ef nokkurn þyrstir, hann
komi til mín og drekki!« (Jóh. 7, 37).
Þegar hann svaf í skipi lærisveina sinna,
þá var vegurinn þreyttur, því hann
segir: »Eg er vegurinn, sannleikurinn
og lífið« (Jóh. 14, 6).
Keisarinn hrósaði svari hans og sagði:
»Þremur spurningum hefir þú svarað
rétt, nú vel eg gefa þér eina enn.
»Hversu langt er milli örbirgðar og
auðæfa ?«
»Fjórði hluti stundar«, svaraði iðn-
aðarsveinninn, »því fyrir fimtán mínút-
um var eg fátækur drengur, en nú er
eg sá efsti í »Klaustri gleðinnar«.
»Það skal þér veitast framvegis að
vera«, svaraði keisarinn.
Deiglan er fyrir silfrið og bræðslu-
ofninn fyrir gullið, en Drottinn prófar
hjörtun.
Prentsmiðjan Gutenberg.