Tákn tímanna - 01.05.1920, Qupperneq 5
TÁKN TÍMANNA
61
þekkinguna á leyndardómi Guðs, Kristi,
en í honum eru allir fjársjóðir spekinn-
ar og þekkingarinnar fólgnir. Þetta segi
eg til þess að enginn svíki yður með
tælandi orðum«. Kol. 2, 2—4.
Postulinn Páll vildi, að bæði þeir,
sem hann starfaði fyrir í bænum sín-
um, þeir, sem aldrei höfðu séð hann,
jafnt og þeir, sem hann vann á meðal,
skyldu fá að vita um áhuga sinn og
baráttu þá, er hann átti í þeirra vegna,
svo að það geti orðið þeim til fagnaðar
og gleði — upppörfunar, og þeir betur
sameinuðust í kærleika, þessir, sem öðl-
ast höfðu þekkinguna á leyndardómi
Guðs — Kristi«.
Þessi eftirfarandi fáorða frásögn um
baráttu og sigur sannleikans á ofan-
greindum stað, er sögð í þeim tilgangi,
að hún uppörfi þá, sem sameinaðir eru
í einum anda og lcærleika, og er »Tákn
Tímanna« falið á hendur að færa hana
hérlendum bæði fjær og nærstöddum.
Það eru nú tveir mánuðir síðan að
eg lagði af stað frá heimili mínu á ísa-
firði, út í Bolungarvik. Eg hafði ætíð
heyrt heldur slæmt en gott sagt af Vik-
inni, og kveið dálítið fyrir að byrja á
starfi þessu þar, en nú hefi eg sjálfur
þreifað á og segi frá. »Af ávöxtunum
skuluð þér þekkja þá«. Og víst er um
það, að illgresi mun þar finnast eins og
á öðrum stöðum, en eg efa að það sé
nokkuð meira en annarsstaðar, að minsta
kosti reyndi eg þar meira gott en ilt,
og svo segir hver fyrir sig.
Frá þvi fyrsta að eg steig fæli mín-
um þar á grund, virtist mér alt ganga
að óskum. Fyrst af öllu var nú að finna
sér verustað, og sá eg það síðar, hve
vel mér var vísað á rétta staðinn. Arn-
grimur Bjarnason, kaupmaður, opnaði
mér hús sitt og veilti mér það eg þarfn-
aðist, lét mér eftir beztu stofu sína og
dvaldi eg þar einn fyrri mánuðinn, og
þann seinni ásamt allri fjölskyldu minni
sem hann veitti nægilegt húsrúm, og
vottum við honum og fjölskyldu lians
okkar innilegasta þakklæti fyrir að hafa
greitt þar götu okkar á margan veg, og
fyrir alla okkur auðsýnda velvild. »Það
sem þér gerið einum af þessum minum
minsla, það gerið þér mér«, og vart
níun fjölskylda þessi fara á mis við
laun sin.
Við kynlustum þar mörgum þennan
stulta tíma, og allir, sem við umgeng-
umst keptust við að gera vel til okkar,
og lengi munum við minnast samúðar
þeirrar og hluttekningar, sem við þar
áttum að fagna, ásamt áhuga margra
fyrir sannleikanum. En eins og eg áður
hefi getið, gerðust ekki sigurvinningarnir
þar baráttulaust, fremur en annarsstað-
ar — án baráttu enginn sigur —, en
barátta sú var sæl og okkur aðeins til
uppörfunar, þvi að það litla, sem ger-
ast átti okkur og sannleikanum til tjóns,
varð auðvitað hér eins og annarsstaðar
alt til góðs, og sannleikanum til efling-
ar; því þrátt fyrir opinbera, miður heil-
brigða og leynilega ennþá óheilbrigðari
mótspyrnu, vann hið góða málefni
undramikið fylgi bæði leynt og ljóst.
Pennan tveggja mánaða tima höfðum
við þar upp undir 30 opinberar sam-
komur, og næstum því húsfyllir á hverri
einustu og stundum var troðningur,
jafnvel frosthörku hríðarbyljir öftruðu
fólkinu ekki frá að sækja samkomurnar.
Fyrir utan þessar almennu samkomur,
höfðum við samkomur þrisvar í viku í
beimahúsum, þar sem að milli 20—30
manns oft var samankomið, og oftast
sömu manneskurnar, þótt öllum væri
þar fyllilega frjáls aðgangur.