Tákn tímanna - 01.05.1920, Page 3

Tákn tímanna - 01.05.1920, Page 3
TÁKN TÍMANNA 59 margvíslegan hátt, að laða og leiða vilt- an syndara til sin. A mörgum stöðum í ritningunni er oss sýndur hinn lifandi áhugi á að leita Drottins. f*egar Drott- inn opinberar sig fyrir hinum föllnu mönnum, notar hann til þess vor eigin skilningarvit. Postulinn Páll segir: »Par eð það sem vitað verður um Guð, er þeim augljóst, því Guð hefir þeim það auglýst. Með því að hans ósýnilegir eiginleikar, frá sköpun heimsins skiljan- legir af verkunum, eru bersýnilegir, hans eilífi máttur og guðdómur, svo að mennirnir hafa enga afsökun, Róm. 1., 19—20. Kraftur Guðs eins vei og visdómur og kærleikur sést í trjám skógarins, í blómstrum akursins, í geisl- um sólarinnar í hinum glitrandi stjörn- um, m. m. m. Hans raust heyrist í þyt vindarins, í nið lækjarins, í söng fugl- anna eins vel og í dyn fossins og gný þrumunnar. En þegar mennirnir voru svo djúpt fallnir í synd, að þeir hvorki gátu séð né heyrt til Guðs á þennan liátt, þá opinberaði Guð þeim sig í sínu orði, því hvernig, segir Páll, eiga þeir að á- kalla þann, sem þeir hafa ekkert heyrt um. Svo kemur þá trúin af lieyrninni, en heyrnin fyrir Guðs orð, Róm. 10, 14, 17. En það eru margir, sem ekki geta trúað orðinu. Til þeirra talar sálmaskáldið: »Takið eftir og'sjáið, hvað Drottinn er góður, sálm 34, 8. Ef þú ekki getur séð eða heyrt Drottinn í orði hans eða náttúrunni, svo tak eftir og tileinkaðu þér blessunjí hans, og munt þú þá skilja að Drottinn er góður«. Kristur er sá, sem hefir opinberað föð- urinn fyrir oss, og um hann er sagt: »Myrra, alóe og kaísa eru öll þin klæði, sálm. 45, 8, les einnig Esaias 11, 3—6. En til þeirra, sem hvorki geta séð heyrt, smakkað eða fundið ylm hans, er sagt, að þeir skuli leita Drottins, ef vera mætti að þeirra þreifuðu á honum og fyndu hann, jafnvel þó hann sé nálæg- ur sérhverjum af oss. Pgb. 17,27. Þú, sem lest þessar línur, og þekkir ekki Guð, gæt þess að hann er svo nálægur þér að þú getur fundið hann og að hann sér þig: »Hver sá, sem leitar, hann finnur«. Ef þú ekki gelur fundið hann á neinn annan hátt, þá rétt þú út þína veiku hönd, og munt þú finna að hann er þér nálægur, og strax mun hann gripa sinni sterku hendi um þína og umbreyta efa þínum til trúar og fram- kvæmda, svo að þú, sem varst andlega biindur, getir séð ljós í Guðs ljósi. Hann vill opna eyru þín, svo þú getir heyrt raustina, sem segir: »Hér er vegurinn, gang þú eftir honum«, Jóh. 14, 6. og þess lengur sem þú gengur með honum, þess meir munt þú þekkja hann, og því betur sem þú þekkir hann, þá lærir þú því frernur að elska hann, þar tii þú getur kallað með postulanum: »Sjáið þann mikla kærleika, sein faðurinn helir oss auðsýnt, að vér skulum Guðs börn kallast«. Já, það er dýrðlegt að vera Guðs barn, »því ef vér erum börn, svo erum vér erfingjar Guðs og samarfar Krists. Lofaður veri Guð, sem gefur slíkan barnarélt, sérhverjum sem með alvöru leitar hans! Hafnaðu ekki þeim aðvörunum, sem þú ennþá ekki skilur, eins og því er enga þýðingu hafi. Ef þú tekur á móti þeim aðvörunarboðsköpum, sem þér berast, þá munt þú komast hjá mörg- um erfiðleikum.

x

Tákn tímanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.