Tákn tímanna - 01.08.1921, Side 2
82
TÁKN TÍMANNA
En, þó að dagurinn á þennan hátl
myndi lengjast ofurlitið — að mestu
leyti einn klukkutíma — er það ómögu-
legt að þetta geislabrot ylli þvi, að Ijós-
ið skini »nær því heilan dag«.
Prófessor Totten í Bandaríkjunum
hefir lagt mikla stund á að rannsaka
þetta frá stjörnufræðislegu sjónarmiði,
og hefir látið prenta vandaðan og ná-
kvæman útreikning, þar sem rækilega
er sýnt fram á, að með því að taka
jafndægur, sólmyrkva og breytingar og
reikna aftur á hak frá þessum tíma til
vetrarsólstaða á dögum Jósúa, hefir
hann komist að þeirri undraverðu nið-
urstöðu, að þessi langi dagur ber upp
á miðvikudag; en við að reikna frá
hinum fyrsta degi sköpunarinnar til
vetrarsólstaða á dögum Jósúa, ber langi
dagurinn upp á þriðjudag; og hann leið-
ir rök fyrir því, að með stærðfræðinni
getur maður ekki komist að nokkurri
annari niðurstöðu en þeirri, að HEILL
DAGUR EÐA TUTTUGU OG FJÓRIR
KLUKIíUTÍMAR HAFA VERIÐ FÆRÐ-
IR INN í SÖGU HEIMSINS.
En vér höfum meira en þella. Herra
W. Maunders, F. R. S. A. frá hinum
konunglega stjörnuturni í Greenwich,
sýnir i ágætri fræðigrein, sem birtist
fyrir nokkru, ekki einungis staðinn, þar
sem Jósúa lilýtur að hafa stuðið á þeim
tíma, heldur og mánaðardaginn og á
hvaða tíma dagsins þessi fyrirburður
álti sér stað.
Orðatiltækið í Jósúabók 1, 14, að
»enginn dagur hefir þessum degi likur
verið, hvorki fyr né síðar«, er þess
vegna nákvæmlega rétt, því að stærð-
fræðislega er ekki pláss í veraldarsög-
unni fyrir annan eins langan dag. Pró-
fessor Totlen fullyrðir, að »hvorki fyr
né síðar ....... hefir verið mánaðar-
dagur, sem mun verða í samræmi við
hinar samanburðarlegu stöðvar sólar-
innar, tunglsins og jarðarinnar eins og
skýrsla hinnar heilögu bókar gefur til
kynna«.
En jafnvel þelta er ekki alt. Það stend-
ur skrifað í Jósúabók 10, 13, »þá stað-
næmdist sólin á miðjum himni og hrað-
aði sér eigi að ganga undir nær þvi
heilan dag«.
Nú sýnir prófessor Totten fram á i
útreikningum sinum, að hinn langi dag-
ur í Jósúabók, var ekki fullir tuttugu og
fjórir klukkutímar, heldur tuttugu og þrir
og einn þriðjungs klukkutimi — en þetta
er í undraverðu samræmi við orðin: »nær
því heilan dag«. En hinn fulli dagur,
sem stjörnufræðin heimtar reikningsskil
fyrir, er seltur saman á þann hátt, að
á dögum Hiskia (Esekia) færðist skugg-
inn á sólvísi Akasar aftur uin tíu slig
eða fjörutíu minútur (2. Konung. 20, 11)
— einmitt það, sem upp á minútu vant-
aði til þess að fylla tultugu og fjóra
klukkutíma!
Rar næst, eftir langan og vandaðan
stjörnufræðislegan útreikning, segir hann,
að þella atriði »gefi lykilinn að öllu
hinu hebrezka tímabili ...... og lcomi
heim við hvert einasta árlal í biblíunni
niður til fæðingardags Heber«.
Og aftur: »Afleiðing þessarar rann-
sóknar er það grundvallaratriði, að þrált
fyrir alt vort gutl um timareiknlnginn,
er það staðfest, að mannkynið hefir al-
drei tapað sjödagaröðinni í vikunni og
að hvíldardagurinn á þessum siðustu tím-
um kemur til vor frá Adam, gegnum
flóðið, fram hjá hinum langa degi Jósúa
og sólvísi Akasar og úr gröf frelsarans
án þess að hafa nokkru sinni fallið úr
röð sinnil Enginn dagur er týndur; á
engu tímabili vantar dag; öll tímabil