Tákn tímanna - 01.08.1921, Blaðsíða 4
84
TÁKN TlMANNA
og sýnir, hvernig sannleikur og villa
lieyja strið um yfirráðin, þar til hin
langa barátta endar með afmáun hins
illa og dýrðlegri endurreisn allra hluta.
Opinb. 21, 1—5.
Múhameðstrú, Búddalrú og önnur
lieiðin trúarbrögð hafa sínar »heilögu
hækur«, sem að einhverju leyti hafa
siðgæði að færa, en allar þessar vantar
þó það mikilvægasta, nefnilega bjálpar-
meðalið til að frelsa mennina frá spill-
ingunni, sem syndin hefir steypt þeim í.
Þær vantar Jesúm, hinn almáltuga lausn-
ara, sem af innilegum kærleika sté nið-
ur til neðri hluta jarðarinnar til að
frelsa mannkjmið frá spillingu syndar-
innar. Að eins biblían veitir oss hjálpar-
meðalið: Lifandi frelsara, sem bæði vill
og megnar að frelsa hvern einasta synd-
ara, sem veitir honum viðtöku (Pgb.
4, 12). Á sama tíma sem siðgæði bib-
líunnar er svo mikið ofar siðgæði hinna
heiðnu »helgu« bóka, sem himininn er
jörðinni hærri, svo býður hún frelsi
hinum dýpst sokkna syndara.
Sjá má biblíunnar göfgandi áhrif með
að bera saman ástandið i hinum ka-
þólsku löndum, þar sem biblían er oft-
asl óþekt bók og oft bönnuð, og aftur
í löndum mótmælenda, þar sem biblían
er til á mörgum heimilum. Almenning-
ur er betur nppfræddur og fyrirkomu-
lagið er miklu frjálslpgra á Englandi
heldur en á Spáni og í Porlúgal. Beri mað-
ur svo saman fósturland kaþólskunnar,
hina suðlægu Evrópu, og Norðurlönd,
verður mismunurinn enn þá meiri. það
sama mætti segja um muninn á Suður
og Norður-Ameríku. Snúi maður sér
svo til hinna heiðnu landa, eins og Ind-
lands og Kína, þá er myrkrið enn þá
svartara þar, þrált fyrir allar þeirra
»heilögu« bækur.
Enskur jarl nokkur, fríbyggjumaður,
heimsótti einu sinni Fidjieyjarnar;
höfðu innbyggjendur þar verið mann-
ætnr, en sem fyrir starfsemi kristniboð-
anna höfðu komist undir áhrif krislin-
dómsins, svo þúsundir höfðu tekið sinna-
skiftum. I viðræðu sinni við höfðingjann
sagði fríhyggjumaðurinn: »Það er aumkv-
unarvert að svo skynsamur maður eins
og þú ert, skulir trúa biblíunni og á
Krist«. Höfðinginn svaraði: »Sérðu
stóra steininn þarna? Þar vorum vér
vanir að slátra fórnardýrum vorum,
manneskjunum, og í þessum stóra ofni,
er þú sérð þarna, steiktum við þær áður
en vér átum þær i mannætu-veizlum
vorum. Væri það ekld vegna biblíunnar
og Jesú, sem þú nú talar á móti, mund-
um við hafa slátrað þér og etið þig,
áður en þú hefðir sloppið frá okkur«.
Menn þeir, sem niðurníða biblíuna, meta
ekki að verðleikum gæði þau og bless-
un þá, er þeir njóta sökum áhrifa hennar.
Öll biblian innblásin.
Enginn hluti biblíunnar er lil vor
kominn sem framleiðsla mannlegs vis-
dóms og speki, lieldur er hún öll bein-
línis innblásin af Guði, án nokkurrar
samblöndunar af mannlegum hugmynd-
um og skoðana þeirra manna, er Guð
notaði til að færa hugsanir sínar í lel-
ur (2. Pét. 1, 21). Höfundar biblíunnar
voru aðeins verkfæri, sem Guð notaði,
og fyrir munn þeirra kunngerði hann
orð sitt, svo »biblían er ekki manna
orð, heldur Guðs, — eins og það í sann-
Ieika er — og sýnir krafl sinn í yður,
sem trúið« (1. Þess. 2, 13). Það er Guð,
sem i ritningunni talar til vor, en hann
liefir notað munn mannanna. Sálmarnir
eru það, „sem hinn heilagi andi hafði
fyrir sagt /grir mnnn Davíðs" (Pgb. 1,