Tákn tímanna - 01.09.1922, Síða 2

Tákn tímanna - 01.09.1922, Síða 2
ðó TAKN TÍMANNA Þetta segir biblian einmitt fyrir aö muni verða. Alt frá upphafi, hafa hinir helgu spámenn talað um tíma, er alt skuli endurskapast, Post. 3, 18—21. Syndin svifti manninn hreinleika og heilagleika, eilífu lífi og hinu inndæla Edin-heimiii. Verk Krists er að afmá syndina og end- urreisa alt hið týnda. Aftur skulu koma fram menn hreinir og heilagir er lifi eilíflega á nýskapaðri jörðu. Um þetta hefir Guð gefið oss ákveðn- ar yfirlýsingar: »Eg skapa n^'jan himin og nýja jörð«, »skepnan skal verða frelsuð úr þrældómi forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna«. Það hefst »komandi öld«, það koma »timar er alt verður endurskapað«. Postulinn staðfestir þetta, þegar hann segir: »Skepnan stynur og þráir opin- berun Guðs barna, skepnan var lögð undir forgengilegleikann, ekki af fúsum vilja hennar, heldur vilja hans, sem lagði hann undir hann — í von um að skepnan muni líka verða jrelsuð frá forgengilegleikauum til frelsisdýrðar Guðs barna Því að vér vitum, að öll skepnan stynur og er öll undir þjáningum til þessa«. Róm. 8, 19—22. Byrðum verður létt af, þránni full- nægt. Ný öld mun upp renna. Skepnan skal eigi lengur vera undirorpin for- gengilegleikanum. 011 nát-túran skalverða eins og Edenheimilið forðum. Pað verð- ur öld opinberunar Guðs barna. Nú eru þau hulin heiminum, en þá skal dýrð- in opinberast. Ekki mun þó skepnan ein, »heldur og vér, sem höfum þó frumgróða and- ans, andvarpa með sjálfum oss, er vér sækjumst eftir barnarétti vorum, nefni- lega en'durlausn líkama vors«. Róm. 8, 23. Frumgróði andans er oss dýrmæt eign, en þó ekki alt, sem vér eigum í vændum. Vér erum ekki ánægðir. Ósk vor er á laun, en engu siður sterk fyrir þvi. Vér sækjumst eftir dýrð hins eilifa heims, þar sem ekkert skal ilt vera, engin sorg né harmur, enginn dauði. 1 þessum komanda heimi skal engan neilt bresta. Drottinn hefir heitið þessu: »Pjónar mínir skulu gleðjast«. »Pjónar mínir skulu æpa af hjartans fögnuði«. Og lambið, sem er fyrir miðju hásæt- inu, skal gæta þeirra og leiða þá að lindum lífsvatnsins«. Jes. 65, 13 — 14; Opinb. 7, 17. Jörðin skal vera bústaður friðarins og fagnaðarins. »Með gleði skulu þér fara og í friði leiddir verða, fjöllin og hæðirnar skulu æpa fagnaðaróp fyrir augliti yðar, og öll tré skógarins klappa höndum saman«. Jes. 55, 12. »Engin bölvun skal framar til vera, af því að engin synd er framar til. Ekkert óhreint skal koma inn í nýju borgina og á nýju jörðina; þeir einir sem ritaðir eru í lífsbók lambsins, fá að búa þar, og þeir skulu lifa að eilífu«. »Dagar míns fólks skulu vera sem dagar trésins«, segir Drottinn. Tiéð stóð þeim Adam og Evu fyrir augum, sem veð fyrir Guðs loforði um eilíft líf. Það er þetta veð eilifs lífs, sem spámaðurinn bendir til, þegar hann segir, »að eins og lífsins tré standi í miðri paradís Guðs eilíflega, svo skulu og börn hans að eilífu lifa«. »Dýrlegir hlutir eru frá þér sagðir, þú borg Guðs«, segir Sálmaskáldið. Sálm. 87, 3. »Um hana liggur múr, sem hefir tólf grunna og á þeim standa nöfn hinna 12 postula; göturnar ern úr gulli og gagnsæu gleri. Múrinn er prýddur með alls konar dýrmætum steinum. — Hin tólf hlið borgarinnar eru tólf perl-

x

Tákn tímanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.