Tákn tímanna - 01.09.1922, Síða 8

Tákn tímanna - 01.09.1922, Síða 8
96 TÁKN TÍMANNA nokkurt verð. Nú og þetta skrifborð — hvað viljið þér fá fyrir það?« »Eg er viss um, að það er 5 punda virði«, svaraði frúin. »0-ekkí! eg hefi keypt heilar tylflir af svona borðum fyrir eitt pund hvert. Og eitt pund skuluð þér fá fyrir það«. Þau ^gengu nú bæði inn í aðra stofu og síðan upp á loft, þangað til kaup- maðurinn var búinn að sjá alt saman. Fyrir hvern mun þar inni vildi hann ekki gefa nema einn sjötta af sannvirði þeirra, og veslings frúin tók að verða örvingluð út af þessu. Hún hafði hugs- að sér að húsmunirnir væru miklu meira virði en kaupmaður sagði, en hún sá engan veg til að sanna, að hann hefði á röngu að standa. En kaupmaður lagði að henni að ganga að þessum »kaup- mála«. »Sjáið þér nú«, sagði hann, þegar þau voru aftur komin niður í forsalinn, »eg vil ekki vera harður í viðskiftum við yður, þar sem eg veit að þér eruð hef- mannsekkja; eg segi yður vilja minn um þetta; eg vil gefa yður 25 pund í i reiðu peningum fyrir munina og í kvöld sendi eg ílutningsvagn eftir öllum mununum, til þess að þér þurfið ekkert að ómaka yður«. Frúin hikaði við að ganga að þessu. Tuttugu og fimm pund væri lítið fyrir svo marga og mikla húsmuni. En eins og kaupmaður sagði, þá gæti svo farið að hún ætti ekki völ á slíku boði aftur. En það voru einmilt 25 pund sem hún þurfti nú á að halda. Þá gat hún greilt reikninginn og haft vitund afgangs. »Jæ-ja þá, herra Sykes«, sagði hún, »ef þér haldið þetta sé sanngjarnt verð«. »Fyllilega sanngjarnt, frú mín góð! Svo eg segi eins og er, þá hefði eg ekki boðið neinum öðrum svona góða verðkosti«. »Jæ-ja, eg held að eg verði — — «. í sömu andránni var drepið kunnug- lega á dyrnar og sagt að frú Brook væri komin. »Gott kvöld, vina!« sagði frú Brooks glöð í bragði, er hún gekk inn. »Eg sé að gestur er hjá yður, eg vona, að eg sé ekki óvelkomin?« »Ó, nei, nei!« svaraði frú Lawrence, »það er hann hr. Sykes, húsgagnasali; þér vitið, að eg var að hugsa um að selja muni mína og leigja«. »Já, eg man að þér sögðuð mér það«. »Jæ-ja, lir. Sykes hefir nú litið á húsmunina og gert boð í þá, sem hann lelur mjög sannsýnilegt«. »Má eg spyrja, hvernig er það boð?« »Það er 25 pund«. »Hvað, hvað!« hrópaði frú Brooks ó- venjulega esp, »og þetta kallið þér sann- gjarnt boð, hr. Sykes? Þér æltuð að skammast yðar niður fyrir allar hellur að fara svona með fátæka hermanns- ekkju«. Frú Lawrence hafði aldrei heyrt sína rólyndu og göfuglyndu vinkonu tala svona fyrr í tóni réltlátrar reiði. Og svo var að sjé, sem hr. Sykes dytti allur ketill í eld við þetta áhlaup hinnar hugrökku konu, þó að litil væri i sjón. Hann skifti litum aftur og aftur; það var svo að sjá um stund, eins og hann ætlaði að gera einhverja skömm af sér, en svo fór hann eitlhvað að tauta, um hið »ágæla boð« sitt og gekk til dyra og fór út og rann af hólmi fyrir hinni sigursælu hefðarkonu. Prentsmiðjan Gutenberg

x

Tákn tímanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.