Tákn tímanna - 01.09.1922, Blaðsíða 1

Tákn tímanna - 01.09.1922, Blaðsíða 1
Dýrð komandi aldar, Hjálpræðið heyrir bæði til fortíð, nu- tíð og framtíð, fortíð, að því leyti, að Jesús gaf líf sitt syndurunum til lausn- argjalds, er hann dó á krossinum fyrir 19 öldum, nútíð, að því leyli, að trú- aðir menn veita daglega viðtöku þess- ari friðþægingarfórn til réttlætingar og helgunar, framtíð, að þvi er snertir það, að öðlast hina eilífu arftöku í dýrðinni, sem heitin er þeim, sem standa stöð- ugir alt til enda. Pví er það, að biblían talar svo oft um kristna menn, sem séu frelsaðir mí og aðra sem muni frelsast, t. d. »Sá, sem heyrir orð mitt og trúir á hann, sem sendi mig, hann hefir eilíft líf, og kemur ekki til dóms, heldur hefir geng- ið frá dauðanum til lífsins, Jóh. 5, 24. Hér er um liina núverandi hjálpræðis- reynslu að ræða. Annarsstaðar er minst á hjálpræðið sem væntanlegt. »Hjálp- ræðið, sem verður birt á síðustu dög- um«, 1. Pét. 1, 5. »Hjálpræðið er nær oss nú, en þegar vér tókum trú«. Róm. 13, 11. Trúaður maður er frelsaður nú frá sekt og hegningu syndarinnar, fyrir trúna á Jesú friðþægjandi blóð. Petta er kallað réttlæting, Og liann vex fyrir Guðs náð fyrir kraft heilags anda til heilags vaxtar og lifir sigrandi lífi. — Petta er helgun. Og enn fremur mun hann frelsast að fullu og öllu, frá þræl- dómi forgengileikans fyrir upprisuna við endurkomu Krisls. Petta er dýrð, að vera gerður vegsamlegur. Hjálpræðið er því ekki fullkannað — í æðsla skilningi — fyr en Guðs börn eru vegsamleg gerð. Verki Krists er ekki lokið, fyrr en Guðs mynd er að fullu og öllu endurreist í manninum í ódauð- leika-ástandinu og honum er aítur feng- ið frumheimkynni sitt á syndlausri jörðu.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.