Tákn tímanna - 01.09.1922, Blaðsíða 5

Tákn tímanna - 01.09.1922, Blaðsíða 5
TÁKN TÍMANNA 93 fræðslu hjá þeim. En því er nú svo varið enn, eins og á þeim dögum, er Babýlonar-riki var að líða undir lok, að engin mannleg speki getur ráðið rúnir guðs handar, eða varpað Ijósi yfir ráðgátur tímans. Enginn, nema Guðs heilagi andi, sem talar í Guðs opinber- aða orði, getur það. »Á fólkið ekki að leita til Guðs síns?« spyr spámaðurinn, þegar um það er að ræða, hvernig ráða skuli rúnir vilja hans eða ráðsályktanir hans. »Til orðsins og vitnisburðarins!« er hið alvöruþrungna áminningarorð hans. En hversu margir eru eigi þeir kristnu menn, sem gleymt hafa biblíunni og leita í þess stað til roannlegrar speki, og meira að segja til mannlegra skrök- sagna og erfikenninga. Maðurinn. Maðurinn fæðist sem ósjálfbjarga vera. Hann vex upp og verður þræll syndar- innar. ^Því allir hafa syndgað og skort- ir Guðs dýrð«. Og þó er það margt undravert, sem maðurinn getur gert. Hann getur sigrað sjóinn, þegar hann rís upp í veldi sínu. Ugglaust ferðast hann yfir reginhöfin í hinu mesta storm- viðri án þess að hræðast holskeflurnar og brotsjóana, sem velta sér inn yfir skip hans. Hann lyftir augum sínum til himins og rannsakar leyndardóma stjarn- anna og reiknar út brautir þeirra með nákvæmni. Hann leggur aktýgi á eld- inguna (rafmagnið) og gerir hana að sendiboða sínum til fjarlægra landa. Hann leggur stund á að kynna sér klettana og af þeim öðlast hann þekk- ingu á lögunum, sem þeir eru mynd- aðir eftir. Með hyggjuviti og undraverð- um uppfindingum leggur hann alt yfir- borð jarðarinnar undir sig og þvingar náttúruöflin til að þjóna sér. Hann leið- ir í gildi lög, sem fulltrúar þjóðanna geta stjórnað miljónum þegna með. — Hann heyir stríð, sem eyðileggja ver- aldarríki og breyta landabréfum heims- ins. í sluttu máli, alt, sem er innifalið í mannkynssögunni og hinum miklu mannvirkjum kring um oss, sýnir hið mikla þrek hans og dugnað. En þótt maðurinn sé fær um að leggja konungsríki undir sig og sigrast á nátt- úruöflunum, þá getur hann samt ekki sigrast á sjálfum sér. Hann getur ekki af eigin rammleik heft ástríður sínar og snöggar tilhneigingar. Hann stendur þar lítillækkaður og yfirbugaður af synd- inni sem þræll hennar og löglegur fangi. En ef hann verður írelsaður undan valdi syndarinnar, verður hann að segja: »Fyrir Guðs náð er eg það sem eg er«. Himintunglin fylgja nákvæmlega braut- unum, sem þeim voru ætlaðar. Þau hafa ekki vald til að breyta öðru vísi. En maðurinn hefir vald til að ganga út fyrir véband siðferðisins og víkja af braut réltvísinnar. Hann hefir i sjálfum sér afl nokkurt, sem er nefnt lögmál syndarinnar og dauðans, og stöðuglega hvetur hann til að brjóta lögmál lifsins. Hann getur fengið hjálp. Sá er til, sem er nógu öflugur til að frelsa. Frels- arinn getur fyrir kraft Guðs Anda yfir- bugað syndina, breylt hinu holdlega sinnaða hjarta, umskapað lífið og gert þá, sem hafa verið þrælar syndarinnar, að sigurvegurum. Sá, sem hefir lifandi trú á Krist, er endurnýjaður, risinn upp frá andlegum dauða. Hann þekkir hið mikla afl frelsarans, veit af reynslu hvað það er að sigra freistingarnar, lifa

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.