Tákn tímanna - 01.09.1922, Síða 4

Tákn tímanna - 01.09.1922, Síða 4
92 TÁKN TÍMANNA himnanna, og tignað mállaus skurðgoð sín. f*ess vegna, segir hann, var höndin send af Guði og hún ritaði orðin: »Mene, Mene, Tekel, Ufarsin«. Þetta er hin rétta merking orðanna: Mene = talið hefir Guð daga konungs- dóms þíns og bundið enda á þá; Tekel = veginn ertu á vogarskál vísir hár og léttur fundinn; Ufarsin = ski/t er riki þínu og gefið Medum og Persum«. — Konungur hafði ekkert móti þessari ráðningu að segja. Hann vissi sig sekan og ásökun vaknandi samvizku hans skipar honum nú að sæma Daníel með launum þeim, er rúnirnar fengi ráðið, en þeim Iaunum gat þó Daníel ekki veitt viðtöku. Fögnnður óguðlegra er skammvinnur. En hvað öll jarðnesk gleði er innan- tóm og svikul. Fögnuður óguðlegra er skammvinnur og gleði vanheilagra manna er eins og augabragð«. Guð þarf svo að segja ekki annað en að hreyfa fingur sinn, þá er úti um allar syndsamlegar skemtanir mannanna. Ef þeir, sem taka þátt í þeim skemtunum sjá dauðann nálgast eða aðra óhamingju, þá snýst gleðskapurinn óðara í örvæntingu. — Meira að segja: Guðlausir menn þurfa eigi annað en að minnast dauðans í öllum ofmetnaði sinum; þá verða þeir valtir á fótum og spyrja: »Hvað á þelta að þýða, er það kanske viðvörun frá öðrum heimi, æðri veru?« Hversu tílt er það ekki, að samtíðar- menn vorir gefi sig algerlega á vakl nautnum, sem skemma, saurga og sví- virða bæði líkama og sál? En hve kjöt- kveðjuhátíðir og dansleikir minna á næturgildi Belsazar konungs! Petta líf, í ofáti og ofdrykkju gerir menn sljófa, svæfir rödd samvixkunnar og æsir þá til uppreistar gegn Guði. En þegar hver einstakur maður er sokkinn í þetta spillingardjúp, og hugsar ekki um ann- að en að svala sínum lioldlegu, dýrs- legu girndum, þá er liann kominn á glötunarbarminn. Að því leyti er þessi Belsazar saga alt af að rætast. Ráðaþrolin, sem auðkenna heimslífið nú á dögum, er leysa skal úr hinum miklu og erfiðu vandamálum eða ráða rúnir lífsins og dauðans, minnir átak- anlega á skelfingarfátið, sem kom á Belsazar og stórmenni hans á þessari örlagaþrungnu veizlunótt. Menn rísa gegn Guði almáltugum og tigna sína guði: Upplýsingu, siðmenningu, þjóðmenn- ingu og hvað sem það nú heitir, sem menn vænta sér svo mikils af. Menn hafa jafnvel haldið, að þeir gætu full- nægt instu þörfum sálar sinnar með harðgrýti efnishyggjunnar; þeir halda að þeir geti áunnið sér hamingju, með því að svala holdlegri nautnasýki sinni. Peir hafa krossfest.Krist, en látið Barra- bas lausan. En nú hafa ósköpin dunið yfir heiminn skyndilega og hræðilega og nú stendur Mene, Tekel ritað yfir straum- um blóðs þess, er úthelt hefir verið í grimdaræði. Hver getur ráðið rúnirnar? Vitringar heimsins geta það ekki. Það fer eins og spámaðurinn segir: »Ógæfa mun koma á ógæfu ofan, og orðrómur á orðróm ofan, og þeir munu leita vitr- ana hjá spámanninum, og Iögmálið hverfa prestinum, og ráð hinum gömlu«. Ez. 7, 26. — Jafnvel á vorri upplýsingaröld, snúa menn sér í — ráðleysi sínu — til spek- inga þessa heims. Eins og forðum leila menn upplýsinga hjá og með særinga- mönnum og hyggja sig komast á þann hátt í samband víð framliðna og fá

x

Tákn tímanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.