Tákn tímanna - 01.09.1922, Page 7

Tákn tímanna - 01.09.1922, Page 7
TÁKN TÍMANNA 95 Á réttnm tima. Nú var meira en hálfur mánuður liðinn frá því er hið örlagaþruDgna skeyli kom. Tímalengdin var farin að draga úr beiskustu sorginni og svo var hinni ástúðlegu þjónustu frú Brook fyr- ir að þakka, að frú Lawrance fann nú að Guð hjálpaði henni til að bera sorg- ina. En þrátt fyrir alt, þá fann hún eðlilega einatt til þess að skilnaðurinn var henni nærri óbærilegur. Og þegar hún leit fram í timann og sá allar þær raunir sem hún yrði ein að mæta, þá fanst henni sem hún mundi hníga nið- ur undir þeirri byrði. Það var nú fyrst heimilið. Hún var búin að basla fyrir þvi mánuðum sam- an, til að halda því uppi fyrir hönd Harrys; en ef hann fengi nú aldrei að njóta ávaxtanna af þessu striti hennar, þá var henni það engin ánægja. Og það sem meira var, það var of kostnaðar- samt. Og þó að hún legði öll lífsþæg- indi i sölurnar, þá gat hún ekki lengur haldið því uppi. Henni kom til hugar að hún yrði að leigja eitt eða tvö her- bergi; en henni hraus hugur við því og vísaði þeirri hugsun óðara frá sér. Fyrir nokkrum dögum hafði hún velt þessu öllu fyrir sér í huganum; henni var ant um að vita, bvað henni væri best að taka til ráða. Það sem flýlti fyrir úrskurði hennar í þessu efni var það, að hún fékk háan reikning frá lækninum fyrir það, að hann hafði gengið til Ödu í hinum langvinna sjúk- leika hennar síðastliðinn vetur. Reikn- ingurinn var meira en hár — hann var óviðráðanlegur og frúin hneig alveg nið- ur undir þeirri byrði. Hún sá það glögt, að ekki voru aðrir kostir fyrir hendi, en að hún færi úr húsinu og útvegaði sér ódýrra húsnæði og sparaði meira en nokkru sinni áður. Og loks fór svo, að hún fastréð með sér að fara úr húsinu; en það var óg- urlega hart aðgöngu að fara úr húsinu. Það tók fastan á, að segja skilið við þann stað, sem átti svo margar kærar minningar að geyma. Og hve^ er sá elslcandi kvenmaður er ekki mundi hafa fundist það? Það var á sunnudagsnólt, er frúin fastréð með sér þennan burtílutning, og á mánudagsmorgun fór hún því á fund kaupmanns nokkurs til þess að vita hvað hann vildi gefa fyrir húsbúnaðinn hennar. Kaupmaður kvaðst skyldi koma heim til heDnar sama kvöldið og líta á hann, og svo kom hann á tilnefndri stundu. Kaupmaður þessi var hinn mesti hrappur. Og er hann var búinn að vera þar fáeinar mínútur, sá frúin að vonir sínar mundu illa bregðast um það hún gæti fengið mikið fyrir húsbúnaðinn. »Þér vitið«, mælti hún, er kaupmað- ur gekk inn í borðstofuna, »að maður- inn minn smiðaði flesta af þessum mun- um, svo að eg veit að þeir eru traustir og------«. »Ó, heimaunnir!« sagði kaupmaður með háðsglolti, sem hann reyndi að leyna, »þá er eg hræddur um, að eg geti ekki fengið mikið fyrir þá. Heyrið, þér, hvað viljið þér fá fyrir þetta eik- arborð?« »Nú, eg veit að maðurinn minn varði mikln fé til smiðarinnar, og eftir því sem slíkir munir eru metnir nú á tím- um, þá hygg eg það sé tíu punda virði. Eða hvað haldið þér?« »Eg held ekki. Þér skuluð fá 40 skild- inga (shillings) eða tvö pund. En svo get eg varla komið þvi út aftur fyrir

x

Tákn tímanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.