Tákn tímanna - 01.09.1922, Blaðsíða 3

Tákn tímanna - 01.09.1922, Blaðsíða 3
TÁKN TlMANNA 91 ur, hvert hlið fyrir sig er perla. Musteri borgarinnar er .Guð Drottinn hinn al- máttugi og lambið«. »Borgin þarfnast eigi sólar né tungls til að lýsa henni, því að dýrð Guðs ljómar hana upp, og lambið er Ijós hennar. Og þjóðirnar, sem hólpnar eru, ganga fram í Ijósi hennar og konungar jarðar bera dýrð sína inn i hana. Hlið- in skulu eigi vera lokuð um daga og nótt skal þar eigi framar vera. Þar er lífsins fljót og vatnið í því tært sem krystallur; streymir það fram undanhá- sæti Guðs og lambsins. Beggja vegna^ við fljótið er lífsins tré, er ber ávöxtu á mánuði hverjum«. »Sælir eru þeir, sem halda boð hans, því að þeir hljóta að fá aðgöngu að lifsins tré og ganga um hliðin inn í borgina«. »Ljúkið upp hliðunum, svo þeir geti inn gengið hinir réttlátu, sem varðveita trúnað«. »Og hinir endur- leystu Drottins skulu koma aftur til Zíon með fagnaðarsöng og eilífur fögn- uður er yfir höfði þeirra; fögnuð og gleði skulu þeir öðlast og sorg og and- vörp hverfa«. í trúnni sjáum vér þetla alt rætast, er guð hefir lofað oss í sfnu heilaga orði. Og i eftirvæntingunni um það eig- um vér í helgum guðsótta að kapp- kosta að og þrá tilkomu Guðs dags, til þess að vér megum vera ólastanlegir fyrir augliti hans, er hann opinberast í dýrð. Hve gleðileg verður sú guðsrikis öld! Um gjörvallan heim ná þess laufskálatjöld. Úr hvelfingu myndast þar musteri frítt, Par mannkynnið alt Guði lof syngur blítt. Dularfult letur. Belsazar konungur gerði veizlu mikla og bauð þúsundum stórmenna og hann drakk nú fyrir augliti þessara þúsunda«. »Þá ritaði hönd á vegginn rúnir, sem enginn gat ráðið. Því hvorki konungur né þeir, sem í veizlunni voru, gátu skilið rúnirnar, sem hin dularfulla hönd rit- aði á vegginn. Pá breyltist glaumurinn og gleðin óðara í ógn og skelfingu. — Iíonungur kallaði skjálfandi af ótta á alla vitringa Babýlónar, — særinga- menn, Kaldeumenn og spásagnarmenn, og hét hverjum þeim, er fengi ráðið rúnirnar, »purpuraklæðum og gullfesti um hálsinn«. En þrált fyrir heitorð konungs, gátu vitringarnir engan veginn ráðið rúnirnar, og við það sló enn meiri skelfingu á alla. Svo er að sjá, sem drotningin hafi gengið inn í veizlusalinn á þessu ör- lagaþrungna augnabliki. Henni kom óð- ara í hug, að til væri maður í ríki konungs, »sem hefði hyggindi og vís- dóm sem sjálfir guðirnir«, eins og hún orðaði það. Og þar sem konungur var viss um, að Daníel gæti ráðið rúnirn- ar, þá skipaði hann þegar að sækja hann. Spámaðurinn gekk nú inn í veizlu- salinn, djarfmannlegur að vanda; og er konungur hafði beðið hann að taka til máls, hóf Daníel mál sitt á því, að biðja konung að minnast þess, að Ne- búkadnesar faðir hans hefði eigi haft nema skömm og vanvirðu af því að neita þvi, að hinn sanni Guð væri hon- um meiri. Því næst ávítar hann kon- ung harðlega fyrir það, að hann skyldi eigi hafa látið það sér að kenningu verða, heldur gert uppreist gegn Guði

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.