Verði ljós - 01.02.1896, Side 2

Verði ljós - 01.02.1896, Side 2
18 En baráttan stendur enn í dag, og beíir ef til vill aldrei ver- ið snarpari, síðan frelsarinn yíirgaf þessa jörð, en einmitt nú. Það hefir því ef til vill aldrei verið eins áríðandi og nú, að lærisvein- ar Krists væru vakandi og gleymdu því ckki, að orðin: „Þjer skuluð og vitna um mig“! eru töluð til alira þeirra, sem méð því að bera kristins manns nafu, játa sig í tölu Krists lærisveina. Og sannlega væri það voldug fyiking, ef allir þeir, sem þannig í orði kveðnu telja sig til lærisveina Krists, gengjufram á orustuvöllinn, minnugir orða frelsarans: „Þjer skuiuð og vitna um mig — !“ En því fer fjarri, að allir þcir sem kalla sig kristna finni hjá sjer köllun til þess. Mestur hluti þeirra stendur kaldur og með öllu afskiptalaus þar sem sannleikurinn og lygin berjast; þeir horfa á baráttuna með hendurnar í vösunum, eins og baráttan væri þeim með öllu óviðkomaudi. Óvinir sannleikans fara sífjölgandi og radd- irnar, sem vilja bægja konum burtu úr heiminum, verða æ hávær-. ari, enn allur þorri þoirra, sem kallaðir voru til að verja hann, — þeir þegja. Sumir liugga sig við þá kugsun, að þetta sje aðeins tímaspursmál, að þessi vantrúaralda, sem nú rís um allan hinn mentaða heim, einnig á ströndum þjóðlífs vors, muni líða frá. E»eir vilja sjá hvað setur, án þess að kreifa sig, já eru óvinveittir öll- um hreiflngum, er miða að því að bægja burt þessum voða frá strönduin vorum. Má vera að það sje tímaspursmál, má vera að vantrúaraldan líði frá af sjálfri sjer, áður en langt líður, — en eru þeir þá einkisvirði, sem aldan sogar út úr höfn trúarinnar, ílcygir út í kafsauga, svo að þeir ná aldrei framar landi í friðarins liöfn ? — Aðrir eru þeir, sem ekki vilja taka þátt í baráttunni, af því að þeirþykjast „elska friðinn“. Þeir lofa „friðinn11 alla jafna, tala fagurlega um umburðarlyndi í trúarcfnum, en bera öllum þeim um- burðarleysi á brýn, er onn álíta málcfni krossins þess virði að fyrir því sje barizt; sjerhverja vörn fyrir þessu málefni kalla þcir haturs- fulla árás á „annara skoðanir“, og þeiin, sem ekki vilja sofa, bregða þeir um vöntun á bróðurkærleiksanda. Óvinunum þar á móti leyf- ist óátalið að rífa niður virki vorrar kristnu trúar; gagnvart þeim eru þeir jafnan ofur frjálslyndir. — Loks eru enn aðrir, er ekki hugsa um nokkurn skapaðan lilut, hafa aldrei á æfi sinni gjört sjer grein fyrir því, hvar þeir standi eða hvoru megin. Spyrji menn þá að því, svara þeir auðvitað, að þeir standi sanulcikans megin, en þcgar svo af þeim er heimtað, að þeir gangi í lið mcð sann- leikanum, styðji málefni hans á einhvern hátt, — þá draga þeir sig í hlje og vilja hvergi nærri koma, og ekki aðeins það, hcldur

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.