Verði ljós - 01.02.1896, Síða 6
ing, er geflð hafi heirninum hinn dýrðlegasta siðalærdóm, sem þar
liafi nokkurn tíma verið fram settur.
En þessi skoðun skynsemskumanna á Kristi, stendur í beinu
sambandi við skoðun skynscmskustefnunnar á mannlífinu og hvers
það einkum þarfnist. Þær liljóta jafnan að fara saman þessar tvær
spurningar: „Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hann?“
og „Hvað virðist þjer um sjálfan þig?“ Svar hinnar fyrri spurn-
ingar er jafnan kominn undir svari hinnar síðari. Því hærri hug-
myndir sem vjer höfum um sjálfa oss og eigið ágæti vort, því
lægri verða hugmyndir vorar um Krist. Og hvernig svöruðu skyn-
semskumenn síðari spurningunni? Pcir svöruðu henni þannig: „Jeg
er mjög svo fullkomin vera, gædd hinum dýrðlegustu hæfilegleikum
sem hugsanlegir eru: Skynsemi og frjálsræði. Fullkomnun mín
vex að sama skapi sem jeg læri að beita rjettilega frjálsræði mínu,
on það iæri jeg til fullnaðar að sama skapi soin skynsemi mín
auðgast og þróast við þekkingu á eðli dygðarinnar“. Þcss vegna
heimta skynsemskumcnn ávalt meiri upplýsingu; allar meinsemdir
mannfjelagsins stafa af slcorti þeklcingar á því, er snertir breytni
mannanna í lífinu. Um synd er hjer als ekki að ræða eða spiltan
vilja. Þess vegna lofaði skynsemskustefuan hinn mikla dygðaJcenn-
ara Krist og hjelt því fram, að höfuðtilgangur komu hans í heirn-
inn hefði verið sá einn að bæta breytni mannanna með því að gefa
þeim nýjan siðalærdóm og nýjar siðferðilegar hugsjónir. Spelcingur-
inn Kristur skygði algjörlega á frelsarann Krist, sem og eðlilegt
var, þar scm þeir þóttust ekki þurfa frelsara frá synd og dauða.
Þessi skoðun á Kristi var, eins og kunnugt er, ráðandi hjer á
landi um aldamótin síðustu og langt fram á þessa öld; svo hefi
jeg sjcð þessu lýst í annálshandriti bónda eins gáfaðs, er lifði
snemma á öldinni: „Umbreyttu þá margir prestar stilsmáta sín-
um, satan var ei nefndur, ekki englar, nokkuð sagt frá Kristi sem
góðummánni, minna af helgum anda; dygðum hrósað og góðmensku,
meinleysi sem cinhlítu meðali til sáluhjálpar; þær gömlu lærifeðra
áminningar og aðvaranir þóttu ónauðsynlegar; menn þóttust upp-
lýstari, meiri og betri og sjálfbyrgari en svo, að ávítur þyrfti við
þá að hafa; iðrunin var iítið nefnd“. Lýsingin er rjett. Þessi
„stílsmáti“ mun hafa haldizt nolckuð fram eptir öldinni: að minsta
kosti mun sjera Grímur gamli, nágrannaprestur föður míns sáluga
hafa fylgt honum, er hann sagði á stólnum: „Svo mikill speking-
ur var Kristur að segja má með sönnu, að hann hafi verið annar
SóJcrates, og enginn vcit hve miklu hann hefði til leiðar komið í