Verði ljós - 01.02.1896, Side 12

Verði ljós - 01.02.1896, Side 12
28 um braut. Á einstöku stað hitti hann sanntrúaða monn, sem börð- ust gcgn slcynscmistrúnni, t. a. m. Nordal Brun í Bergen, sálma- skáldið, er seinna varð biskup, og allmarga lcikmcnn. Til Dan- mcrkur kom hann nokkrum sinnum á þessum árum. Dar var þá byrjuð lík hreifing, einkum á Jótlandi. Hauge prjedikaði þar og studdi hreifinguna. Hauge hafði opið auga fyrir öllum verklegum framförum og hvaða þýðingu þær gátu haft fyrir eflingu guðsríkis. Dcss vegna rjcðst hann í að stofna pappírsmylnu í Eker. Dar var lifað ept- ir anda kristindómsins, allir voru sem einn maður, enginn munur á húsbónda og hjúi; guðs orð var iðulega haft um hönd ásamt bænaiðju og sálmasöng. Mylnan varð miðdepill liins andlega lifs í austurlandinu. Dangað streymdu menn hópum saman, öllum var vel tckið og gefin líkamleg og andleg fæða. Árið 1801 gjörðist Hauge kaupmaður og setti verzlun á stofn í Bergen. Dað, sem meðal annars hvatti hann til þessa, var það, að Hauge sjálfum og ýmsum af áhangendum hans hafði verið refsað fyrir flakk. Hann sá og hverja þýðingu það gat haft, ef trúaðir menn settust að víðsvcgar um landið; cn lmnn ímyndaði sjer, að hægra mundi að koma því til leiðar, ef hann sjálfur gengi á undan. Auk þess var honum það Ijóst, að lmnn og vinir hans mundu geta haft meiri persónuleg áhrif, cf þeir yrðu sjálfstæðir mcnn og dugandi í verald- legum cfnum. Hauge rak verzlun sína af miklum dugnaði, án þess þó að missa sjónar á aðaltakmarki sínu, að boða guðsríki. Yíða var honum vel tekið og miklu kom hann til lciðar; en ekki vantaði þó mótstöðuna. Sumir gjörðu gys að honum og lircif- ingu hans, aörir spunnu upp óhróður um liann óg vini hans. En einkum voru þó prestarnir andvígir samkomunum. Deir skiptu sjcr ekki af drykkjuveizlum og óguðlegum samkomum, en þessar samkomur, guðsríki til eflingar, ofsóttu þeir eptir megni. Dannig hafði vantrú tímans blindað leiðtoga þjóðarinnar í trúarefnum. G-ömlu lagaboði frá 1741, er bannaði slíkar guðrækilegar samkoin- ur, var beitt gegn Hauge og liann því hvað eptir annað tekinn fastur; en þar cð engar sakir fundust gegn honum, varð að sleppa honum jafnharðan aptur. En mótþróinn jókst og þar kom að lok- uin, að Hauge var kærður fyrir stjórninni. Honum var þar gefið að sök, að hann gjörði alt þetta til að afla sjer auðæfa, spilti áliti yfirvaldanna hjá alþýðunni, væri óvinveittur allri sannri uppfræðslu og kristindómi; honum væri það að kenna, að lestir og ósiðsemi

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.