Verði ljós - 01.02.1896, Side 14
30
scra sögur fara af. Manni cr varpað í faagolsi, af l>ví að hann
þykir hættulegur og skaðlegur fyrir þjóðfjelagið; en svo er þjóð-
fjelagið í nauðuin statt; þessi raaður einn getur hjálpað og hjálp
hans er þegin, en að vel afloknu starfi er honum aptur varpað í
fangelsi. „Slík aðferð verðskuldar aðoins eitt nafn, en það er þræl-
menslca11, segir Dr.Bang. seniítarlegasthefir ritað æfisögu Hauges1. —
Þó varð fangelsisvist hans nú öll önnur en áður. Hann fjekk nú
opt að fara úr fangelsinu og vini sína gat hann umgengizt. Sálar-
ástand hans batnaöi nú einnig stórum. Árið 1811 fjekk hann að
fullu aptur frelsi sitt. Bn þá var hann svo þrotinn að heilsu, að
margir hjeldu, að hann ætti skamt eptir ólifað. Bróðir hans
keypti jörðina Bakka og ljeði lionum til ábúðar. Þar búnaðist
honum svo vel, að liann gat sýnt stórkostlega gestrisni og tekið
vel á móti öllum þeim, er til hans komu, til þess að leita upp-
byggingar og ráða hjá honum. Þegar dómurinn loks fjell (1814)
var margt oröið breytt í Noregi. Trúarsamkomurnar voru hættar,
stjórnin hafði fyrirboðið þær. Eit Hauges höfðu verið gjörð upp-
tæk og víða hafði trúaráhuginn kulnað.
Þangað til árið 1817 bjó Hauge á Bakka; þá keypti hann
jörðina Breðtveð í Aker. Þar bjó hann í friði og ró til dauða-
dags. Skömmu eptir að fangelsisvist hans lauk, hafði hann kvænzt,
en mist konu sína eptir eins árs sambúð, eptir að hún hafði fætt
honum son. (Þessi sonur, Andreas Hauge, varð prófastur og einn
af merkustu prestum Noregs á þessari öld). Síðan kvæntist hann
aptur og iifði sú kona hans til ársins 1872. Ytri kjör hans fóru
á þessum árum síbatnandi. Reyndar varð Hauge nú vegna heilsu-
brests að láta af ferðalögum, en frá heimili hans breiddist rík
blessun út uin land alt. Það varð miðdepill als trúarlífs í Noregi.
Altaf voru einhverjir af vinum hans hjá honum. Þegar heilsan
leyfði hjelt liann guðræknissamkomur ineð þeim, en einnig frá
sjúkrabeð hans heyrðu þeir optlega orð, sem voru þeim dýrmætari
en gull og silfur. Hann stóð í brjefaviðskiptum við fjölda manna
um allan Noreg og höfðu þcssi brjef hans mikla þýðingu; liann
samdi einnig bækur á þessu tímabiii. Hauge var nú orðinn þjóð-
kunnur maður og margir merkismonn komu til Breðtvcð, til þess
að sjá hann og hafa tal af honum. Margur gleymdi aldroi þeirri
heimsókn.
En heilsan var þrotin. í marzmánuði 1824 lagðist hann rúm-
*) A. Ohr. Bang: Hans Nielsen Hauge og hans Samtid. Christjanía 1874.