Verði ljós - 01.05.1896, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.05.1896, Blaðsíða 8
72 upp með kennÍBgu sinni. Bn svo býst jeg líka við því, að hjer skilji vegir okkar, að þú viljir ckki fara lcngra. En hjer gct jeg ekki numið staðar, jeg hlýt að lialda áfram, því einmitt syndleysi frelsarans knýr mig til þess. í þetta skipti ætla jeg þó ekki að þreyta þig lengur. Loíi guð mjer að lifa fram yfir sumarmálin, vona jeg að mjer veitist nægilegar tómstundir til að halda áfram pistlum mínum um þetta mikilsvarðanda efni. Þangað til er jeg, eins og hingað til, þinn elskandi fóstri Hjörtur. Afofoii, faðir! (Sbr. Sálm. 51,10.11). Eptir Btud. theol. Sigtrygg Ghiðlaugsson. Abba, faðir! orð þíns máttar „verði“ áður tilbjó himin, vötn og jörð. Gjör mitt hjartað hreint, svo eigi skerði hugarspilling Ijúfa þakkargjörð. Abba, faðir! æ þín máttarhöndin annast, blessar verkin stór og smá; styð þú veikan vilja minn svo öndin vilja þínum aldrei snúi frá. Abba, faðir! öllu vald þitt ræður, öllu stjórnar líkn og speki þín; frá þjer seka’ oss burt rek eigi bræður, blessuð náð þín heyri andvörp mín. Alt ber speki’ og elsku þinnar vottinn öllum, sem þjer gefa huga sinn; tungan veika til þín hrópar: Drottinn! tak ei frá mjer hclgan anda þinn. Hver rök færum vjer fyrir sannleika trúar vorrar? Barnið situr á knjám föður síns og hlustar á orð hans, er hann sogir því frá hinum almáttuga og gæzkuríka skapara himins

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.