Verði ljós - 01.05.1897, Blaðsíða 5
69
leyti fram, vitanlega á mjög svo mismunandi stigi, í goðsögnum
(inýtum) þeirra heiðingjaþjóða, er nokkrum þroska hafa náð. Pann-
ig t. a. m. í hinum indversku Krishna- og Búddamýtum. Svo sem
kunnugt er, hefir því verið haldið fram, að hin kristna trú sje
ckkert annað en hin austurlenzka Krishna- og Búddatrú í vest-
lenzkum búningi* Harla merkileg staðhæfing! Kristindómurinn,
sem með rjetti og valdi lífsins hefir lagt undir sig veraldarsöguna,
með því að taka allar heimsframfarirnar í hönd sjer, — hann ætti
að vera sprottinn fram af þcim átrúnaði, er hefir flæmt miljónir
Austurlandabúa burtu af sjónarsviði allrar veraldarsögu, með því
að drepa allar framfarir og sökkva öllu niður í svartsýni og logn-
mók dáðleysisins. Framfarirnar ættu samkvæmt því að stafa af
aðgjörðaleysinu; lífið ætti að eiga upptök sín í dauðauum! Hví-
líkur barnaskapur að halda slíku fram! En þrátt fyrir það skal
því ekki neitað, að Krishna- og Búddamýturnar eru sterkur vitnis-
burður um hinn óslökkvanlega þorsta mannsandans eptir holdtekju
— eptir því, að guð gjörist inaður. Spyrji svo einhver: Hvers
vegna hefði guð átt að svala þessum þorsta í vesturlöndum, en
ekki í austurlöndum ? — þá hlýtur sjerhver hugsandi maður að
sjá, að slíkt er hið sama sem að spyrja: Hví hefir guð kjörið þjóð-
ir vesturianda, en ekki austurlanda, til þéss að vera söguþjóðir
mannkynsins ? En þeirri spurningu getur vitanloga onginn svarað.
Það er ómótmælanleg staðhöfn, að guð hefir gjört það, en — „hver
hefir þekt sinni drottins? eða hver hofir hans ráðgjafi vcrið?“
En ef til vill kann nú einhver að segja: „Látum svo vera,
að holdtekjan sje lífskrafa mannlegs hjarta, en er þá með því gef-
ið, að hún hafi í raun og veru átt sjer stað? Það er sitt hvað,
hvað vjer álítum þörf á og hvað í raun og veru er til“. Jeg
svara: „Það, sem vort sanna inanneðli i dýpstu rót sinni krefst
til þcss að lifa — það hlýtur að vcra til í reyndinni. Um það
erum vjer allir, sem lifum, fyllilega sannfærðir. Vjer trúum á
lífið — það er hin einfalda barnatrú, sem heldur oss öllum uppi.
Vjer trúum því, að í lífinu sje skynsemi og meining og veruleiki,
þess vcgna trúum vjer því og að alt það hljóti að vera til, sem
útheimtist til þess að geta lifað lífið samkvæmt lögmáli vors inra
eðlis. Að segja skilið við þessa trú, er hið sama sem að segja
skilið við lifið sjálft. Vjer sökkvum við það niður í svartsýnið, en
svartsýnið er dauði. Svartsýnið er andlegt sjálfsmorð, sem optlcga
*) Þeasi vlsclómur minnir mig að liafl einhvern tima verið borinn & horð fyrir Islonr.ha
lesendur bœði i Fiallli. og Sunnanfara. CAths. þýð.)