Verði ljós - 01.05.1897, Side 7

Verði ljós - 01.05.1897, Side 7
71 leika, þá von, sem hlakkar gagntekin af fögnuði í sjálfum dauð- anum. Þcgar vjer söfnumst saman um náðarmeðulin: skírnina, orðið og kvöldmáltíðarborðið, þá er ,Tesús mitt á meðal vor og í .Tcsú guð. * * * Dýpstu lífsþrá mannkynsættarinnar er fulluægt. Guð liefir gjörzt maður og lifir meðal mannanna. Hvað hlýtur þá að leiða af því, að mennirnir hafna opinberun hans og snúa við honum bakinu? Afleiðing þessa getur aðeins orðið dauðinn. Sjáum vjer það ckki? Eeynum vjer það ekki? Hópum saman hafahinarsvo nefndu máttarstoðir nútíðarvísindanna snúið bakinu við Kristi og tælt mennina í stórhópum á eptir sjer, því að þeir hafa heitið þeirn æðra siðgæði, fullkomnara lífsláni en kristindómurinn hefði fram að bjóða. Hvernig hefir þéim tekizt að efna heit sín? Hvernig hofir siðgæðið orðið ? Þeir af andans mönnum nútímans, sem lengst þykjast komnir, sem bezt þykjast hafa varpað af sjer sjerhverju þrældómsoki, þessir menn fyrirlíta og sinána alt siðgæði. Eitt af hinum yngstu dönsku skáldum, sem sjálfur hefir tæmt í botn bikar vantrúarinnar, lýsir þessu þannig: „Með fiu'ðulegum hraða hafa menn losað sig við hugmyndina um „hið mesta lán, sem hugsast getur, fyrir eins marga og mögulegt er“ — og hvervetna rekur maður sig nú á útsmogna síngirninga, kærulausa þróttþrotamenn, óbilgjarna lausungamenn og siðhatandi manntröll. Þeirra eigið „jeg“ er þeirra æðsti dómur og einasta regla og mælisnúra fyrir lífi þeirra og breytni.“* Þéirra eiginn geðþótti er þcirra æðsta löginál. — Oghvað er orðið um lífslánið? Hvar finst lífsgleðin á vorum dögum? Sannarlega ekki á meðal þeirra, cr snúið hafa bakinu við Kristi og trúnni á hann. Aðaleinkenni þeirra — þrátt fyrir alt frelsið, allar skemtanirnar, allar líkamsæfingarnar, ailar heilbrigðisreglurnar— vcrður þetta: lífsóyndi, vonarlaust hugarvíl og— sjálfsmorð! Svo sárt sein það er að horfa á alt þetta, þá felst þó einnig í þessu lyptandi atriði. Jafnvel þctta er talandi vitnisburður um sannleika þessara orða Jóhannesar: „Lífið er opinberað og vjer höfum sjeð og vottum og boðum yður lífið eilífa, sem var hjá föðurnum, en liirtist oss. Það, sem vjer höfum sjeð og heyrt, það boðum vjer yður, til þess að þjer líka getið haft samfjelag við oss; en vort samfjelag cr við föðurinn og son hans Jesúm Krist“ (1. Jóh. 1, 2. 3.). *) Sbr. „Johs. Jörgensen: Livslögn cg Livssanclhed", bls 38.

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.