Verði ljós - 01.05.1897, Page 8

Verði ljós - 01.05.1897, Page 8
72 Dýrð sje guði fóður, syni og anda helgum, sem var, or og verður, einn sannur guð frá eilífð til eilífðar. Amen. (J. H. þýddi). „Aldamót“, VI. ár. Ritdómur eptir kandídat í guðfræði Harald Níelsson í Kaupmannahöfn. [Nifiurlag]. Annur fyrirlesturinn í þessum árgangi „Aldamóta“ nefnist hugsjbnir og er hann eptir ritstjórann sjálfan, sjera Friðrik J. Bergmann. Efninu er hjer skipt niður í átta kafla. 1 fyrsta kaflanum skýrir höf. fráþví, hvað „hugsjón11 (ideal) sje oghver sje mismunurinn á „hugmynd“ og „hugsjón“; „hugsjón er persónugjörfing hinna göfug- ustu og æðstu hugmynda mannanna“. Annar kaflinn er um hug- sjónina og einstaklinginn; líf einstaklingsins segir höf. að sje alt komið undir því, að á bak við orð hans og gjörðir standi einhvor hugsjón, vakandi tilfinning fyrir því, hvernig orð hans og breytni í hverju einstöku tilfclli eigi að vera, að hann eigi einhverja þá hugsjón er hafi vald yfir lííi hans og ráði stefnu þess. — Þriðji kafl- inn er um hugsjónir þjóðar vorrar; höf. finnur það að hugsjónum íslendinga, að þær hafi oft snúið öfugt við þjóðlífinu, verið fyrir aptan, en ekki fyrir framan oss; svo sje það enn í dag; forn- aldargrúsk margra hinna mentuðu manna beri cngan ávöxt fyrir yfirstandandi tíð; en öfugar hugsjónir sjeu ónýtar hugsjónir. Fram- kvæmdina segir hann að vanti optast hjá íslendingum; þeir geti að eins talað og dreymt um hlutina. Markmið inentunarinnar sje í æðsta skilningi þetta: að gefa mönnum trúar, sannar og göf- ugar hugsjónir. Hin kristna trú og hugsjónirnar fylgist jafnað að; þar sem vantrúin ríkir á skólunum, þar deyr einnig hugsjónalífið, enda er vantrúin í insta eðli sínu fólgin í því, að nienn efast um að mögulegt sjc að gjöra göfugustu hugsjónir mannanna að virki- legleika. Höf. finnur Khafnar-mentuninni það til foráttu, að hún flytji vantrú inn í hið ísl. þjóðlíf og flostir þeirra íslendinga, sem þar mentist, eigi engar hugsjónir. Það sje líka aðalgallinn á hinu ísl. þjóðlífi nú á dögum, að hugsjónirnar sjcu of fáar og fremur daprar, þess vegna nái þær ekki að verma hjörtun og brýna vilj- ann. En það eru einmitt hinir andlegu leiðtogar þjóðarinnar, scm eiga að vekja hugsjónirnar. — Fjórði kaflinn er um hugsjónirnar

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.