Verði ljós - 01.05.1897, Qupperneq 11

Verði ljós - 01.05.1897, Qupperneq 11
75 annað on álitið það rangt, að kenna Hafnar-montuninni um van- trú þeirra. Jeg or eiginlega hissa á því, að enginn skuli enn þá haíá leiðrjett þessa hugsunarskekkju, sem svo opt kemur fram hjá þeim vestanprestunum, sjálfsagt mcst af ókunnugleika Jeg dirfist að segja, að þeir eru fæstir af þessum ungu mönnum, sem læra vantrúna i Khöfn; þeir eru flestir komnir vel á veg í þeim efn- um, orðnir kirkjuogkristindómi fráhverfir, áður en þoir koma hingað. Það mun optast vera svo, aö þeir hafi mist trú sína á latínuskóla- árunum, eða að minsta kosti hefir hún dcyf/.t og dofnað þar. Jeg er með öll samþykkur sjera Friðriki í því, að markmið allrar mentunar ætti að vera það, að gefa nemendunum sannar og göf- ugar hugsjónir; en því miður finst mjer þessi hlið kenslunnar, uppeldishliðin, opt hafa verið vanrækt um of í latínuskólanum; en vonandi fer þessu þar nú batnandi. Væru ekki allflestir hinna íslenzku stúdenta þegar við hingaðkomu sína orðnir fráhveríir kirkju og kristindómi, mundu fieiri þoirra, en nú gerist, koma á samkomur og taka þátt í lífi kristinna manna hjer í borginni, því að hjer er mikið um kristilegar hreyfingar, ekki sízt meðal stú- denta á soinni árum. En svo eru sumir Islendingar orðnir frá- hverfir kristindóminum þcgar þeir koma að heiman, að þeir stíga aldrei fæti sínum í nokkra kirkju þótt þeir sjeu hjer í mörg ár. En hvað, sem annars vantrú Hafnar-stúdcntanna viðvíkur, þá má of mikið úr öll gjöra; þótt vantrúarskáldin, þeir Þorsteinarnir, hafi verið á méðal þeirra, má eigi álíta, að þeir sjcu allir cins skapi farnir og þeir. Mjer finst fult eins mikil ástæða til að æðr- ast yfir vantrúarbelgingnum, sem komið hefir í Ijós hjá svo mörg- uin af nemendunum frá Möðruvölium. Yfir höfuð að tala virðist það, svo sorglegt sem það er, vera orðið mjög svo alment á ís- landi, að ef einhver hefir fengið einhverja nasa^jón af einhverri bóklegri mentun, þá byrjar hann að sýna vizku sína með því að ráðast á kristindóminn. Þá eru í þessum árgangi „Aldamóta“ tvö kvæði eptir vort kæra trúarskáld, sjera Yaldimar Briem; heitir annað „Á heiðskíru kvöldi“ og hitt „Fylgi þjer guð“. Þau bera á sjer bæði tvö sama fagra trúarblæinn sem alt annað, er frá þeim höfundi keinur. Loks verður oss gengið inn í trjágarð sjera Friðriks og hitt- um vjcr hann þar í hugloiðingum „undir linditrjánum“. Hugleið- ingar hans snúast þar um bókmontalíf vort. Hann talar þar fyrst og fremst um ,,‘Verði ljós!“ og gleðst innilega yfir útkomu þéss. Aptur á móti fer hann fremur þungum orðum um „Kirkjublaðið“

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.