Verði ljós - 01.05.1897, Page 12

Verði ljós - 01.05.1897, Page 12
76 og cr okki neitt sjerlega hrifinn af „smágreinunum um trúar- og kirkjumál“, eptir sjera Matthías, sem það blað flutti í fyrra. Hann sýnir einnig fram á, að bókmentafjelagið islenzka sje nú að verða algjörlega andlaust fjelag; fornfræðingarnir hafi alveg farið með það í hundana. Sá dómur um bókmentafjelagið — sjer í lagi Hafnardeildina — er hverju orði sannari. Og margt ber þar fleira gott á góma. Þótt fundið sje að mörgu af þessurn prestum þarna fyrir vest- an hafið, vona jeg að íslendingum heima á ættjörð vorri og hjor í Khöfn fari nú úr þessu að skiljast það, að þessum mönnum geng- ur að eins hið bezta til, — fari að skiljast það, að íslenzk kirkja og íslenzkt þjóðerni, bæði austan hafs og vestan, á þar sem þeir eru einhverja af sinum bcztu vinum og stuðningsmönnum. Og svo læt jeg þetta Aldamóta-hepti aptur og jiakka prestun- um kærlega fyrir lesturinn. Kiiupmannaliöfn, 27. febr. 1897. Kristsmeim — krossmeim. IV. Claus Harms. í byrjun þossarar aldar fóru víðsvegar um hinn kristna heim að hcyrast háværar raddir gegn skynsomistrú 18. aldarinnar. Þetta blað flutti í fyrra stutta æfisögu þess manns, er mest og bezt barð- ist gcgn þessari steíhu í Norogi. Vjer viljum í þetta sinn biðja lesendur vora að koma ineð oss til Þýzkalands og líta þar yfir æfi og aðalstarf þess manns, er einna mestu áorkaði þar til að útrýma vantrúnni, en ofla sanna og lifandi trú í landinu. Þessi maður var Claus Harms. Hann var af bændafólki kominn og ættaður úr Suður-Þjettmerski í hertogadæminu Holstein. Hann fæddist í bænum Fahrstedt 25. maí 1778. Faðir hans var malari, þó allvcl mentaður maður, er hafði orð á sjer fyrir guðhræðslu, greind og grandvarleik. í foreldrahúsuin vandist Olaus við saklausa glað- værð og gaman, en einnig við bænagjörð, söng og lestur andlegra bóka. Góðrar kenslu naut hann í barnaskóla til 13. árs, þá var honum komið til sóknarprestsins til að læra frumatriöi latneskrar tungu og ýms alinenn fræði; gáfur hans voru ágætar og lærdóms- löngun hans var mikil, cn vegna efnaskorts foreldranna og ýmsra annara atvika varð hann að yfirgefa bækurnar og fara að hjálpa

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.