Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 1
MÁNAÐARRIT
FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGAN FRÓÐLEIK.
1897.
JÚNÍ.
6. BLAÐ.
í guðsþjónustulok.
Sálraur eptir Jens Schjörring, s6kiurprest.
íslenzkað heflr lector Helgi sál. Hálfdánarson.
.J^ildrei mætzt í síðsta sinni
sannir Jesú vinir fá;
hrelda sál, það haf í minni
harma-kveðju stundum á.
Þótt vjer hljótum hjer að kveðja
hjartans vini kærstu þrátt,
inndæl von sú oss má gleðja
aptur heilsum vjer þeim hrátt.
Þótt vjer sjáumst optar eigi
undir sól, er skín oss hjer,
á þeim mikla dýrðardegi
drottins aptur iinnumst vjer.
Hrolda sál, það haf i minni
harma-kveðju stundum á:
Aldroi mætzt í síðsta sinui
sannir Jesú vinir fá!
—-------
„Komið til mín, allir— !“
Vígslulýiiiugarræða flutt í dðmkirkjuuni 11. maí 1897.
^jlláð sje méð yður og friður frá guði vorum föður og frelsara
vorum Jesú Kristi. Amen.
í 11. kapítula (v. 28) Matteusar guðspjallsins lesum vjer svo-
hljóðandi ávarp: „Komið til mín allir þjer, sem erfiðið orj eruð
þunga lúaðnir, jeg mun gefa yður hvíld!“ Þjcr þekkið allir þessi
orð, kristnu tilheyrendur! og vitið hver það er, sem þau talar, því
að í allri sögu mannkynsins getur ekki verið nema um eina ein-
ustu tungu að ræða, er gat mælt þau fram í fullri alvöru; aðeins