Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 13

Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 13
93 Jeg skal fúslega við það kanuast, að ,jcg erenginn fríkirkjumaður og get ekki sjeð, að fríkirkja. sje eins æskilcg fyrir oss og haldið hcfir verið fram í seinni tíð af ýmsum ágætismönnum Jeg kann- ast við það, að uppeldi prestanna hefir ekki verið sem beppilegast á liðinni tíð og kjör þeirra ekki eins góð og æskilegt hefði verið; en hver gefur mjer vissu fyrir því, að þctta yrði betra þóttkirkj- an skildi alveg við ríkið og hvort þeirra Jifði fyrir sig? En með- an jeg hefi ekki í höndunum þessa vissu fyrir því að betra taki við, vil jeg ckki sleppa því, sem jeg hefi. En lijer við bætist svo það, að mjer virðist oss vanta það, sem jeg hygg eitt aðalskilyrði íýrir því, að frikirkja geti myndazt hjer. Vjer erum ekki í Vestur- heimi og megum ekki ætla, að alt, sem þar getur átt sjor stað, gcti átt sjer stað hjer á íslandi. E>ar hefir fríkirkjan verið frá öndverðu; vjer þar á móti höfuiu um margar aldir haft af þjóð- kirkjufyrirkomulaginu að segja, svo að það er orðið oins og sam- gróið öllu þjóðlífi voru. í Vesturheimi gætum vjer hugsað svo: látum oss mynda fríkirkju, það mun hafa eflingu trúarlífsins í för með sjer. Hjer á íslandi þar á móti, eins og annarstaðar þar sem þjóðkirkjufyrirlagið hefir auðkent kirkjuna um margar aldir, dugir ekki að hugsa þannig; hjer verður fjörugt trúarlíf og lifandi kirkju- legur áhugi að mynda grundvöllinn undir fríkirkjuna. En það er einmitt þetta atriði, sein oss vantar; það, sem fyrst og fremst á að bcra frikirkjuna, trúarhitann, hinn kirkjulega og kristilega á- huga vantar lijer með öllu. Þess vegna hefi jeg als enga trú á fríkirkjufyrirkomulaginu að því, or oss Islendinga snertir. Stein- arnir fá ekki mál, þótt þeir sjeu fluttir úr einni fjörunni í aðra, þeir, sem eru áhugalausir og aðgjörðalausir í þjóðkirkju, verða það alt eins í frikirkju, því það er ekki hið ytra fyrirkomulag kirkj- unnar, sem áhugaleysinu veldur, heldur er það kuldi hjartnanna. En þetta virðist mönnum ekki Jjóst, þess vegna hafa menn kent árunuin og útbúnaði kirkjuskipsins um gangleysi þess, en ekki ræðurunum. Það er cngan veginn fullreynt enn, livað vjer getum Jtomizt með því fyrirkomulagi kirkjunnar, sem cr. Þess vegna er of snemt að vera að heimta fríkirkju. Mjer virðast þessir menn, sem hjer heima hafa gjörzt talsmenn fríkirkjuhugmyndarinnar, einblína um of á erfiðleikana, sem eru á hinum gömlu vegum, í stað þess að reyna að ryðja nýjar brautir til lífsglæðingar í kirkjuuni, án þess að umturna öllu fyrirkomuJagi hennar; það er eins og þeir gangi út frá því sem sjálfsögðu, að ómögulegt sje að gjöra neitt meðan

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.