Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 2
82
hann gat talað slík orð, er sagði um sjálfan sig: „Mannsins sonur
cr ekki kominn til þcss að aðrir skuli honum þjóna, heldur til að
þjóna öðrum og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga“! Og er
það ekki því líkast, sem vjer sæjum hanu sjálfan, blessaðan frels-
arann, standa frammi fyrir oss með útbreiddan líknarfaðminu, —
er það ekki eins og vjer heyrðum hjartað bærast í brjósti hans,
er vjer heyrum þessi guödómlegu orð hljóma oss í eyrum: „Komið
til mín, allir þjer, sem erfiðið og eruð þunga hlaðnir, jeg mun
gcfa yður hvíld.“ Sannarlega hlýtur hver trúaður kristinn maður
að finna það, að á bak við þessi orð bærist hjarta hins guðdóm-
lega kærloika, er þráir það heitast að þrýsta allri veröldinni að
brjósti sjer. Þetta kærleiksávarp hefir því ekki heldur, þótt það
hafi hljómað niður í gegnum aldirnar alt til nútímans, þótt það
hafi borizt út yfir heim allan alt til vor, er búum næst heimskaut-
inu nyrðra, mist neitt af sinni upprunalegu fegurð nje sínum upp-
runalega krapti, þar sem annars móttækileiki hjartans er fyrir. Bn
hvað snertir móttækileika hjartnanna fyrir þetta kærleiksávarp, þá
vitum vjer það, að hann er hvergi nærri jafn hjá öllum mönnum,
nje heldur á öllum tímabilum. Já, svo ótrúlegt sem það er, þá
má benda jafnvel á heil tímabil í sögu kristninnar, þar sem þessi
móttækiloiki virðist harla lítill hjá mönnunum, þar sem hjörtun
eins og virðast köld og tilfinningarlaus fyrir ómi þessarar guðdóm-
legu kærleikskveðju. Eitt slíkt tímabil er að nokkru leyti það,
sem vjer lifum á. Það er eins og móttækileikinn fyrir kærleiks-
tilboði frelsarans fari minkandi í sjálfri kristninni og þeir fari sí-
fjölgandi, er daufheyrast við hinni kallandi röddu hans, og jafnvel
hjer á okkar fátæka landi sjáum vjer hóp þeirra manna vaxa ár
frá ári, sem ganga með fyrirlitningu afskiptalcysisins fram hjá hon-
um, sem þannig bíður oss til sín. Hvar sem einhver af röddum
heimsins kveður við — og þær eru margar. sem nú á tímum heyrast
í löndunum, eins og þeir eru margir, sem vilja leiðtogar heita, — þá
þyrpast menn þangað, hver í kapp við annan, ungir og gamlir,
ríkir og fátækir; on þegar hann segir: „Komið til mín!“ sém er
sjálfur hinn guðdómlegi kærloikur, þá troða þúsundir manna upp
í eyrun, til þess ekki að heyra raust hans, af því að þeir vilja
ekki sinna kærleikstilboði hans.
Bn hví vilja menn þaá ekki? Er það af því, að tíminn þurfi
hans ekki við, að þörfin fyrir mannkynsfrelsara sje minni nú en
áður? Nei, þvert á móti. Miklu fremur getuin vjer með sanni
sagt: aldrei hefir mannkynið þarfnast þess fremur en nú, að safn-