Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 5
85
urinn gjörir sjer engan mannamun; „komiö til mín allir, ungir og aldr-
aðir, fátækir og ríkir, vesælir og voldugir, fáfróðir og vitrir“ ; hinn
guödómlegi kærleiksfaðmur or öllum opinn, sem aðeins vilja koma.
En hví koma þeir þá ekki allir? Hví þyrpast mennirnir ekki
til hans í stórhópum, tii þess að láta hann ljetta af sjer synda-
byrðinni, til þess að láta hnnn fylla hjartað friði og hvíld? Fyrir
sumum cr því svo varið, að þeir hafa svo fullkomlega gefið sig
heiminum á vald, að þeir í algleymingi lífsins og nautnagleðinnar
hafa mist sjónar á sjálfum sjer og finna ekki til byrðarinnar, sem
á þeim hvílir; þeir hafa svo gjörsamlcga sökt sjer niður í hávaða-
glaum lífsins, að þeir hcyra ekki köll og kveinstafi hins sárþyrsta
hjarta; þoir finna ekki til þess, að þeir þurfa læknis við og sinna
því auðvitað ekki heldur kalli hins guðdómlega græðara. En fyrir
öðrum er því aptur svo varið, að þeir rinna mjög vel til þess, að
hjartað er þyrst og sálin sjúk, finna til þess, hvilíkt farg liggur á
sálunni og hvílikur ófriður ríkir í hjartanu, og það gjörir sársauka
þeirra enn þyngri, að þeir vita það vcl, að tímiun hefir engin þau
meðul að bjóða, er geti hjálpað þcim, — en ganga þó fram-
hjá hinum guðdómlega lækni allra vorra meina; en það gjöra þeir
af því þeir trúa ekki á hann, trúa því ekki, að hjá honuni
sje svölun að finna, trúa því ckki, að hann hafi bæði viljann og
máttinn til að lækna andarmoinin mörgu. Þeir hafa hlaupið á eptir
hinum mörgu tálröddum tímans og oröið blektir, og trúa því nú
ekki heldur að rödd hans, sem er sjálfur sannlcikurinn og lífið, sje
nokkuð annað en tálrödd, líkt og hinar aðrar raddir, er kölluðu:
„Komið til mín!“ — en sviku hann svo þogar honum lá mest á. Og
svo feta þessir vonleysingjar áfram lífsleið sína, berandi örvænting-
una, berandi dauðaun i brjósti sínu, og hver veit hvar lífskip þeirra
lendir um síöir, ef að þá ekki hann, sem máttkari er en mann-
anna börn, tekur í taumana áður en það er um seinan og beygir hinn
örvæntingarfulla í duptið. Því að það sá'st, guði sje lof! einnig
hjcr á jörðu, að kærleikur drottins vann sigur á þrjózku mann-
anna, að undursamlegur kraptur drottins leiddi slíkan mann burt
frá barmi glötunar og dauða, og kuúði fram af vörum hans neyö-
arópið: „Jeg trúi, herra, hjálpa þú trúarleysi mínu!“ En það
heyrðist aldrei hjer á jörðu, að nokkurn þann, er þannig ljet kær-
leikskrapt drottins draga sig inn í friðárhöfn vonarinnar og lífsins,
iðraði þess á eptir. Miklu fremur gctum vjor sagt: Aldrei heyrð-
ist ljúfari lofsöngur, aldrci heyrðust dásamlegri þakkarorð af vör-
um nokkurs dauðlegs manns, cn þess, sem þannig snortinn af mátt-