Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 12
92 frekar. En síðan jeg rcit grein mína hefl jeg komizt að þvi, að ýmsir meðal stjettarbræðra minna líta öðruvísi á það mál og álíta, eins og sjera Þorkell, að í þeim efnum þolum vjer fyllilega sam- anburð við aðrar ovangel. þjóðir. Jeg finn það því skyldu inína, að rökstyðja þessa skoðun mína betur, en vegna rúmsins í þessu tölublaði, vil jeg biðja minn háttvirta andmælanda leyfis til að láta það atriði bíða til næsta tölublaðs, en í þetta skipti dvclja aðal- lega við síðara atriðið í athugasemdum hans. Hvað nú viðvíkur þessu s í ð a r a atriði í athugasemdum sjera Þorkels, að jeg hafi ekki nógu rækilega skoðað það, hvort hægt sje eptir ástæðum, að búast við prostastjettinni öðruvísi en hún hcfir verið og or enn í dag hjer hjá oss, þá er því að svara af minni háifu á þessa leið, að þessi hlið málsins lá als ekki fyrir mjer. Þaö var als ekki tilgangur minn, að leita að orsökum þess, að prestastjett vor hefir ekki verið betri en hún hefir verið, hcld- ur var tilgangur minn sá, að leita að orsökum þeirrar vöntunar á lifandi kristindómi, er hvervetna gjörir vart við sig í hinu ísleuzka þjóðlífi nú á dögum. Mjer kom aldrci til hugar, að draga fram allar orsakirnar, heldur aðeins hina næstli ggjandi orsök, og hana þóttist jeg finna hjá sjálfri prestastjett landsins. Jeg vildi benda mönnum á það, að hagur kirkjunnar sje ávalt kominn undir því, hvernig prestastjettin er, til þess með því að opna augu manna fyrir því, hvílíkt lífsspursmál það sje fyrir framtíð hinnar íslenzku kirkju, að prestastjett landsins sje sem allra bezt og sem allra næst því, sem húu á að vera samkvæmt hugsjón preststöð- unnar. í stað þess að kenna ræðurunum um gangleysi íslenzka kirkjuskipsins, virðast flestir, sem um það mál hafa talað hjer heima, hafa viljað kenna árunum og öðrum útbúnaði kirkjuslcips- ins um það; eptir þeim skoðunum að dæma, sem fram hafa komið,' á allur útbúnaður kirkjuskipsins að vera svo auniur, að ekki sje hægt að beita því upp í vindinn, og því sje rjett að „slaka á klónni"; en jeg hygg, að útbúnaðurinn þurfi ekki að hamla því í neinu, ef aðeins ræðararnir vilja gjöra skyldu sína. Sjera Þorkell neitar því ekki, að þetta sje rjett skoðað, en haun vill draga úr skuld prestastjettarinnar með því að sogja, að ekki hafi verið hægt að búast við hcnni betri eptir ástæðum; hann vill koma skuldinni á alt hið ytra fyrirkomulag kirkjunnar, á sambandið rnilli ríkis og kirkju, til þcss svo að geta undirstrykað sem bezt þá skoðun sína, að nauðsynlegt sje að ríki og kirkja skilji. En svo langt get jeg ekki farið og vil jcg ekki fara.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.