Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 8
88
Nú ei þjaka syndasárin, sundur þrældóms okið þraut.
svarta myrkrið víkja lilaut, Opnar lítum lífsins dyr
son guðs þerði sorgartárin, leystir, sýknir, frelsaðir!
Steinn Sigurðsson.
Athugasemdir við greinina
„Vor kirkjulegu mein og orsakir þeirra“.
Eptir fijera ÞorltelQBjarnason á Reynivöllum.
Herra dócent! í nokkrum blöðum af „Verði ljós!“ hafið þjer
skrifað grein um „vor kirkjulegu mein og orsakir þcirra“. Eignið
þjer hin kirkjulegu mein vor vöntun á lifandi kristindómi hjá
prestastjettinni íslenzku og að hana vanti þann hita, fjör og krapt
trúarinnar, sem nauðsynlegt sje til jiess að prestarnir sjeu sann-
kristnir prjedikarar, nýtir unglingafræðcndur og uppbyggilegir
sálusorgarar.
Þótt þctta sjeu að minu áliti orð í tíma töluð, og allir þeir,
som unna sönnum kristindómi og óska af hcilum hug, að kristi-
lcgt trúariíf mætti verða sem fjörugast og áhrifamest hjer á landi,
megi vera yður þakklátir fyrir grein þessa, þá ætla jeg þó að
leyfa mjer að gjöra fáeinar athugascmdir málefni þessu viðvíkjandi.
Jeg hygg, að þjer gjörið nokkuð mikið úr því, hversu langt
vjer stöndum á baki öðrum evangeliskum þjóðum í kristilegu trú-
arlífi. Skal jeg þessu til sönnunar taka það, sem hendi er næst
og stendur í „Verði ljós!“, en það er lýsingin eptir kand. theol.
Þörð Tbmasson á kirkjulífinu í Khöfn. Þar er sagt, að aðeins 16.
hver maður sæki kirkju og 16. hver maður sje þar til altaris ár-
lega. Svona munu kirkjur hjer á landi hvergi illa sóttar og naum-
ast jafnfáir til aitaris í nokkrum íslenzkum söfnuði. Prestar í
Khöfn eru þó einhverjir hinir ágætustu prjedikarar, sem fengizt
geta í ríkinu, kirkjurnar sjálfar og söngurinn í þeim alt öðruvísi
aðlaðandi til sóknar, en kirkjur og kirkjusöngur á íslandi. Kirkju-
vegurinn þar torfærulaus og til muna styttri en hjer á laudi. Það
er því miður, að á þcssurn vantrúartímum er víðar pottur brotinn
í trúarefnum enáíslandi. En auðvitað er þetta ískyggilega kirkju-
lega ástand í Khöfn engin afsökun fyrir þcirri apturför hjer á
landi á kristilegum og kirkjulegum áhuga, sem allir hljóta að við-
urkenna, sem um það efni hugsa,