Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 6
102
guði og þorir ckki upp að líta í tilfinningu óverðleika síns. Slík
bæn mætir oss hvervetna í hinum gamla sáttmála og þannig hafa
margir beðið einuig í hinum nýja sáttmála, En að biðja þannig
er ekki að biðja i Jesú nafni, heldur eins og gyðingurinn, sem
ekki veit eða vill við það kannast, að hciminum sje frelsari fæddur.
Sú bæn er og til, þar sem maðurinn með hroka og trausti til
eigin ágætis kemur fram fyrir guð, eins og til þess að minna guð
á vcrðloika sína, sín góðu verk og sína sterku og hreinu Jrú, eða
hann með uppgerðarauðmýkt ber sig saman við þá, er hann hygg-
ur sjer verri, ogsegir: Faðir, jeg þakka þjer að jeg er ekki eins
og þessi tollheimtumaður! Þannig biðja margir og því miður einn-
ig mcðal þeirra, er telja sig í sveit Jesú útvöldu vina, en ekki er
slík bæn heldur bæn í Jesú nafni. Sá er þannig biður, biður að
hætti fadsea eða annara, er eins og þeir álíta sig svo rjettláta, að
ekki þurfi þeir yfirbótar við.
En sá, sem kemur frain fyrir guð, og af einlægu hjarta á-
varpar hann þannig: Jeg veit það vcl, drottinn minn og guð, að
fyrir þjer er jeg ekkert nema dupt og aska, að í þínum augum
er jeg cklcert annað en fátæknr syndari, óverðugur náðar þinnar,
óverðugur gjafa þinna, og þetta hryggir mig; en jeg kem okki
fram fyrir þig í trausti til eigin verðleika njc ágætis, heldur í
trausti til fyrirhcita sonar þíns Jesú Krists, sem hefir sýnt mjer
þig sem föður minn og kent mjer að biðja: Faðir vor, þú sem
ert á himnum, — sem jeg veit að hefir með blóði sínu friðþægt
fyrir allar mínar syndir og opnað mjer leið að náðarhástól þínum;
og af því hann hefir sagt: „Hvers þjer biðjið föðurinn í mínu
nafni, það mun hann veita yður“ — þess vegna kem jcg fram
fyrir þig, þess vegna þori jcg að líta upp, þess vegna dirfist jeg
að kalla þig fóður, þess vegna áræði jeg að bera fram fyrir þig
óskir mínar og þarfir, þú hinn æðsti, þótt sjálfur sje jeg aðeins
dupt og aska. — Sá sem með slíku hugarþeli nálgast guð og föð-
urinn, hann er sæll og hans bænir verða heyrðar, því hann biður
í Jesú naf'ni.
Þannig er bænin í Jesú nafni bæði hin auðmjúkasta og ör-
uggasta bæn. Hún cr hin auðmjúkasta bæn, að því leyti sem sá
er biður í Jesú nafni treystir engu öðru en krapti Jesú friðþæg
ingar og hún er hin öruggasta bæn, af því að sá sem biður í Jesú
nafni, biður af því að hann veit, að liann á hjá guði hinn bezta
árnaðarmann, er samkvæmt fyrirhoitum sínum gcngur að oilífu í
fyrirbæn fyrir lærisyeina sína á jörðunni.