Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 13
109
prestastjett vorri er vöknuð löngun eptir að rækja prestsstöðuna
meira en að nafninu til; þá munu menn sjá það, hvílíkt ógagn og
kvílíkir erfiðleikar leiða af hinum víðáttumiklu prestaköllum, sem
menn eru nú svo sólgnir í, af því að menn horfa meira á hinn
tímanlega hag sóknarprestanna, sem kann að geta batnað við það,
eíi á hinn andlega hag safnaðarlimanna, sem líður við það. Jeg
veit það vei, að allur þorri hinnar íslenzku prestastjettar finnur
ckki til þessa, einmitt af því að hin sjerstaka sálgæzla er svo
til óþekt hugmynd moðal fjöldans af prestunum, en það er eink-
um þessi klið prestsstarfsins, sem er gjörð ómögulog með þessari
íslenzku prestakallastækkun og prostafækkun.
Og jeg man ekki betur en að einmitt minn mikilsvirti and-
mælandi, sjera Þorkell, sýndi það berlega á alþingi í hittoðfyrra,
að hann er einn af þessum samsteypu-áhugamönnum, er hann í þing-
salnum barðist fyrir því, að Byvindarhólaprestakall væri sameinað
að fullu og öllu Holtsprestakalli undir Eyjafjöllum og báðir Eyja-
fjallahrepparnir gjörðir að einu prestakalli, þar sem áður voru að
minsta kosti þrjú. En hver mundi hafa haft hag af þeirri sam-
stoypu, ef hún hefði náð fram að ganga? Holtspresturinn hefði
ef til vill grætt á því nokkrar krónur, en safnaðarlimirnir hefðu
sannarlega ekki á því grætt andlega. Því það liggur í augum uppi, að
það getur ekki verið mikil mynd á prestsþjónustu eins manns á
öllu svæðinu frá Jökulsá á Sólheiuiasandi vcstur að Markarfljóti
og út yfir það. Sem betur fór, fjekk þessi sanisteyputilraun ekki
framgang, en það var ekki prestunum að þakka; hefðu þeir einir
ráðið, hefði þessi samsteypa náð fram að ganga, engu síður en svo
margar aðrar miður heppilegar brauðasamsteypur, sem á undan eru
gengnar. Og einkennilegt var það meðal annars við umræðurnar
um þetta mál á alþingi, að þar var svo að segja ekki með einu
orði minnst á það, hvort þessi samsteypa \ æri safnaðarlimunum í
hag, hcldur aðallega, hvort hún væri haganlog fyrir prestinn, og
kom þar að þessu sama, sem jeg tók fram áðan, að timanlogur
hagur prestsins er hjer vanalega látinn sitja í fyrirrúmi fyrir and-
leguin hag safnaðarlimanna. —
Þá er að minnast á það atriðið í grein kand. Þórðar Tómas-
sonar, sem sjera Þorkell sjerstaklega leggur áherzlu á, sem sje
það, scm þar er sagt um kirkjusókn og altarisgöngur í Kböfn.
Viðvíkjandi því kemst sjera Þorkcll svo að orði: „Svona munu
kirkjurnar hjer á landi hvergi illa sóttar og naumast jafnfáir til
altaris í nokkrum íslenzkum söfnuði.“ Þetta álítur sjera Þorkell