Verði ljós - 01.11.1897, Side 2
162
Prestsvígsluræða.
Flutt í dómkirkjunni 26. september 1897,
af Hallgr. biskupi Sveinssyni.
„Ekki munu allir þeir, sem til min
segja: heira, herra, koma í himnariki,
heldur þeir einir, sem gjöra vilja mins
himneska föður. A þeim dogi munu
margir segja til min: herra, herra, höf-
um vjer ekki i þínu umboði kent, rekið
djöfla út og gjört mörg kraptaverk? En
jeg mun sogja þeim berlega: Aldrei
þeklcti jeg yður; farið frá mjer, þjor
illgjörðámenní1 (Matt. 7, ‘21—23).
njjkjett á und'an ]>essum orðum frelsara vors i biuni óviðjafnanlegu
fjallræðu hans sténdur viðvörun við falskenuendum, sem flekuðu menn
með nijúkum og ísmeygilegum orðum, en væru hið innra gráðugir varg-
ar, og sú áminning er þar fram sett, að af ávöxtunum skuli mennirnir
verða þekktir, því að góður ávöxtur komi ekki af illum stofni, nje illur
ávöxtur af góðri rót. Með þessu er tekinn fram sá mikli mismunur,
sem einatt lýsi sjer í orðuiri og athöfnum sama mannsins, eða sú mót-
setning eða gagnstæði, sem optlega kemur fram á milli orðræðu og
hegðunar. A þennan sama mismun og mótsetuing bendir Jesús enn
ljósara i orðunum, seni jeg hef valið mjer fyrir texta og nýlega las
upp, jafnframt og hann sýnir, að þótt menu geti orðið flekaðir af fögr-
um og tælandi orðum, þá hafi þau ekkert gildi á degi dómsius, þegar
liinn alskygni dómari gjörir opinberar hjartnanna hugsanir oglætursjer-
hvern úr býtum bera eptir því, sem liann hefir verðskuldað. Dómurinn
verði þá ekki kveðinn upp eptir orðunum einungis, sem muriUurinn hefir
framborið, eða eptir því gildi, sem maðurinn sjálfur hefir eignað sjer,
heldur eptir reyndinni, eptir verkunum, eptir ávöxtunum, eptir breytn-
inni, eins og hún hefir opinberað sig í lífi lians. — Þetta eru vissulega
alvarleg orð og allrar hugleiðingar verð lýrir sjerhvem kristinn mann,
því allir hljótum vjer að finna til þess, hve mikið á það vantar, að
breytni vor og dagfar sje ávallt í fullri og eðlilegri samkvæmni við orð-
in, sem vjer tölirin, við þá trú, sem yjer játum, þá lífsskoðun, sem vjer
aðhyllumst og þær lífernisreglur, sem vjer kveðumst vilja fylgja. En
með sjerstakri áherzlu og alvöru liljóma orð ffelsarans fyrir eyrum þeirra
mauua, sem liafa tekið að sjer að vera umboðsmenn lians og erindsrek-
ar, að flytja kenuingu hans og kalla menn til lians rikis. Þau taka
fram þann alvarlega sarmleika, að það nægir engum til inngöngu í hinina-
ríki, að hafa haft nafn guðs og hans sonar á vörunum og kallað sig
þjón haus, heldur verði einuflgi's um það spurt, hvort maðurinn hafi í