Verði ljós - 01.11.1897, Qupperneq 10

Verði ljós - 01.11.1897, Qupperneq 10
170 andstæðingar vorir að byggist á vanþekkingu á ástandinu eins og það sje í rann og veru. En hver er beinasti vegurinn til að meta rjetti- lega trúarástandið ? Hingað til hefir verið svo álitið í hinui kristilegu kirkju, að bezti votturinn um trúarlegan áhuga væri það, hvernig menn rækta lielgar tíðir og hvernig menn sæktu kveldmáltíðarborð drott- ins. Sjerstaidega hefir liið síðartalda veiáð talið óyggjaudi mælikvarði í þeim efnum, og vjer höfum aldrei, hvorki fyr nje síðar, heyrt eða sjeð því neitað fyr en einu islenzki presturinn varð t.il þess á síðustu presta- stefnu vorri, og vjer leyfum oss jafnframt að efast um að nokkurt evang.-lúterskt prestaþing í heimi annað en sú íslenzka synodus hefði látið slíka skoðun standa óhrakta, eins og sú íslenzka synodus gjörði i sumar. Oss kemur því ekki heldur til liugar að víkja frá því, að þessi mælikvarði sje gildur. Og vjer hikum oss ekki við að grípa til lians nú, er vjer reynum að sýna lesendum vorum það svart á hvítu, að það, sem i „Verði ljós!“ hefir verið sagt um kirkjulega ástandið hjer á landi, sje ekki eins fjarri hinu sanna og rjetta, eins og andstæðiugar vorir liafa látið í veðri vaka. Herra biskupinn hefir fyrir skömmu sýnt oss þá velvild, að lána oss til yfirlestrar skýrslur allra presta og prófasta á íslandi um messu- gjörðir og altarisgöngur hjer á landi á næst.liðnu ári. Þessar skýrslur eru undirskrifaðar af prestunum sjálfum og síðau staðfestar af sóknar- nefndunum í hverju prestakalli. Það liggur því í augum uppi, að eng- inn efi getur leikið á áreiðanleik slíkra skýrslna, að minnsta kosti má ganga að því vísu, að ástandið sje ekki gjört þar lakara, en það er í raun og veru. Vjer skulum ekki draga lesendur vora á því, að segja þeim hvílík áhrif þessar skýrslur höfðu á oss. Þær fyltu oss hinni mestu undrun, já vjer gætum nærri því sagt skelfingu. Eptir skýrslum þessum að dæma, er ástandið orðið slíkt, að oss hefir aldrei dottið í lmg, að það væri svo bágt.; vjer hefðum ekki trúað því, þótt oss hefði verið sagt það, ef vjer hefðum ekki sjeð það í skýrslum sjálfra prest- anna svart, á hvítu. Skýrslurnar bera hinn áþreifanlegasta vott úm hina voðalegustu hnignun þessa tvens, sem vjer höfum talið aðalmæli- kvarðann fyrir því, hvílíkt hið trúarlega ástaud sje, kirkjurækninnar og kveldmáltíðarnautnarinnar. Hvað messugjörðirnar snertir, þá bera skýrslur þessar það með sjer, að í alt aðþv/ helmingi allra prestak'aUa landsins hefir ekki orðið em- l/œttað helming allra messudaga ársins (eða orðið að gjöra 30 messuföll og þar yfir á samtals 60 messudögum). í als 18 — átján — presta- köllum hafa árið sem leið messuföllin orðið 40 og þar yfir. Máli voru til stuðniugs, leyfúm vjer oss að tilgreina Jæssi prestaköll, þar sem messuföllin liafa orðið allra flest, og eru ]mu Joessi: Hjarðarholt í Dölum 54 messuföll. Lundarbrekka . . 51 messufall. Vatnsfjörður ... 51 — Staður í Aðalvík . 49 ------

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.