Verði ljós - 01.11.1897, Blaðsíða 4
1
164
boðum liins heilaga, sem vjer þekkjum og brýnum fyrir öðrum. — Það
stoðar ekki, þótt vjer ineð sannfærandi og áhrifamiklum orðum væruin
færir um að útlista annars vegar heilagleika og rjettlæti guðs, sem hefir
andstygð á syndmni og lætur hegningima koma niður á þjónum liennar,
og almætti hans og alstaðarnálægð, sem enginn megnar móti að standa
eða fær dulizt fyrir, og hins vegar hans óumræðilega kærleika og misk-
un, sem breiðir faðminn út móti hinum brotlegu og seku, og fúslega
fyrirgefur sínum iðrandi börnum, þegar þau kannast við brot sin og af
hjarta hryggjast af þeim og leita náðar f'yrir hans meðalgöngu og verð-
skuldun, sem með sínu rjettlæti hefir bætt fyrir vort ranglæti, — þetta
stoðar als ekkert, segijeg, ef vjer ekki fyrst og fremst höfum flutt slíka
prjedikun fyrir sjálfum oss og megnað að sannfæra vort eigið lijarta og
laga það og leiða eptir þeim sannleika, sein vjer vitnum um með orðum
vorum og viljum innræta öðrum. Eða hvað mundi sá kennimaðúr vera
annað en „hijómandi málmur og hvellandi bjalla“, sem með snjöllum og
ströngum orðum beindi huga áheyrendanna að hinum helgu lögmálsboð-
um og kröfum guðlegs rjettlætis, en sýndi í lífi sínu litla eða enga við-
leitni til að breyta eptir þeim, — sem prjedikaði áheyrilega um fegurð
dygðanua og viðurstygð syndar og lasta, en sýndi ekki í dagfari sínu
neinn áhuga á því, að sneiða hjá hinum skaðvænlegu boðorðabrotum, en
temja sjer þá manukosti, sem fegra og göfga lífið og gjöra það guði
þóknanlegt? —- Hvernig mundi sá vera fær um að vísa öðrum veginn,
sem rataði hann ekki sjálfur? Hvernig mundi sá geta vakið helgan
áhuga á málefni guðsríkis, sem. sjálfur væri ósnortinn af áhrifum þess?
Hvernig mundi sá geta glætt og nært hjá öðrum trúna og lcærleikann,
sem hvorugt ætt.i, sem hvorugt hef’ði glætt og hært i sínu eigin brjósti?
Og hvernig mundi sá geta talað sannfærandi orðum um sælan frið guðsbarna
og um sælu friðþægðrar sálar, sem sjálfur hefði ekkert að segja afþess-
um blessunarríku tilfinningum og þessum himneská fögnuði? Vissulega
mundi enginn sannfærandi kraptur geta fylgt orðum hans, hversu rjett
og áheyrileg sem þau annars kyunu að vera, og slíkur maður gæti ekki
umflúið að falla undir þann óttalega dóm, að hann, sem kendi öðrum,
yrði sjálfur rækur.
Lifandi trú og sannur kristindómur í hjarta kenni-
mannsins, stöðug árvekni og grandvarleikur i liegðun
lians, — þetta era þá hin óumflýjanlegu skilyrði fyrir því, að verk
hans geti borið heillavænlegan ávöxt, ekki einungis fyrir tillieyrendur
hans, heldur og fyrir liann sjálfan. Hafi hann þetta huoss, þá hefir
lianu þá auðlegð, að hann getur einnig auðgað aðra; þá lýsir honum
það ljós, að hann getur kveykt ljós i aunarii sálum; þá vermist liann
af þeim yl, að hann verður þess megnugur, að hrekja bm-t kulda van-
trúar og kærleiksleysis hjá öðrum; þá ber hann þau kennsl á liinn rjetta
veg, sem til lifsins liggur, að haun verður fær um að leiðbeiua öðrum
\
■ ’