Verði ljós - 01.05.1898, Page 11

Verði ljós - 01.05.1898, Page 11
75 lagt hina sömu rækt og alúð við yrkisefni sitt og meðferð þess lijer sem í gamla testamentinu. Hann liefir hjer eins og þar hreyft hina helgustu og viðkvæmustu strengi sálar sinnar, boðið oss fegurstu og beztu blómin úr urtagarði anda síus, í fám orðum: gefið oss af því bezta, sem hann átti til i eigu sinni. Orsök þess, að síðara bindi þess- ara ljóða hefir ekki orðið oss eins kært og liið fyrra, liggur því ekki svo mjög hjá skáldinu sem hjá sjálfum oss. Það er ekki skáldið, setn hefir gjörzt hroðvirkt, heldur vjer, sem höfum gjörzt enn heimtufrekari. Vjer erum heimtufrekari þar sem er að ræða urn ljóð út af nýja testamentinu, af því að vjer erum því miklu kunnari eu liinu, höfum miklu fremur lifað oss inn í það; liugsanir þess og hugmyudir liggja oss miklu nær, frásögur þess eru oss miHu hugðnæmari, persónur þess, og þá um fram alt persóna enditrlausnarans sjálfs, óendanlega miklu lijartlólgnari en allar persónur hins gamla testamentis. I gamla testiimentinu erum vjer eins og með annan fótinn i forgarðinum og hinn í lielgidómnum, en í nýja testamentinu erum vjer ekki að eins komnir algjörlega ittn i helgi- dóminn, heldur fast að hinu allra helgasta, þar sem vjer heyrum guð- dómsröddina til vor tala: „Drag slió þína af fótum þjer, þvi sá staður, sem þú stendur á, er heilagur“. Hjer eigum vjer eríiðara með en nokk- urn tima annars að þola, að skáldið stigi í meðferð efnisins og lýs- ingu viðburðanna út fyrir þau takmörk, sem liin lieilaga saga sjálfsetur honum. Þess vegna hefir oss þótt sjera Valdimar liagnýta sjer heldur ríkulega það leyfi, sem skáldin ávalt hljóta að hafa til að bæta nokkru við af sínu eigin. 3?ar sem um gamla testamentið er að ræða, getum vjer verið langtum frjálslyndari, þar tökum vjer oss það als ekki nærri, þótt skáldið viki nokkuð út frá. efninu eða bæti talsverðu við af sínu eigin efninu til skýringar, en þetta orsakast auðvitað af því, að það testamentið er oss ekki eins lijart.kært og hið nýja, þar sem hanu, bjarg hjálpræðisins, vor óhagganlega von um tima og eilifð, sjálfur drottinn Jesús Kristur, er höfuðjjersónan. Auðvitað hefir sjera Valdimar aldrei gleymt þvi, að einmitt Jesús Kristur sjálfur er höfuðpersóna nýja testamentisins, því hann lætur Jesúm Krist einnig vera höfuðpersónu allra ljóða siðara bindisins; livert einasta þeirra er beinlinis eða vei'ður óbeinlínis um liann. Eu nú er persóna Jesú Krists óefað heimsins langstærsta ágreiniugsatriði, svo að ef til vill má segja, að ekki tveir moim í allri veröldinni líti alveg eius á haun. Því síður er við því að búast, að skáldið geti hjer gjört svo öllum líki. Iíjer heimtar optast nær hver sitt. Einn vill sjá Krist upp- málaðan sem hið holdi klædda guðdómsorð, liaun vill alstaðar sjá guð- dóms-djásnið blasa við sjer, hann vill svo að segja vaða í kraptaverk- um, táknum og stórmerkjum. Hið guðdómlega hjá guðmanninum er honmn fyrir mestu. Annar þar á móti heimtar, að Kristi sje aðallega lýst sem hinum fátæka timbunnannssyni, er ekki á það sem hann geti

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.