Verði ljós - 01.12.1898, Blaðsíða 11
187
sjálft farið að brölta; þegar gefa þarf barninu brjóst, beygir móðirin sig
niður yfir vögguna og læt.ur barnið sjúga sig þannig, en tekur það
aldrei upp. Frá fyrstu æsku er strangur aðskilnaður gjörður 4 drengj-
uin og stúlkum, og því eldri sem þau verða, þess meira djúp er stað-
fest á milli þeirra. Það þykir ósvinna hin mesta, ef drengir ogstúlkur
leika sér saman, og að ungur maður leyfi sér nokkurn tíma að ávarpa
unga stúlku, er svo til óhugsanlegt. Og vei þeirri stúlku, er ratar í
ólán ; það setur þann blett á hana, sem langt llf fær ekki af þvegið;
liún er fyrirlitin af öllum, ekki livað. sízt af nánustu náungum sínum;
en þar stendur það meðfram í sambandi við, að hún getur aldrei átt
sér bóndavon, því að fallna stúlku „kaupir11 enginn.
Vér segjum með vilja „kaupir“, því að enn í dag eru konur
keyptar í Betlehem. Bæjarbúar vilja reyndar ekki við það kaunast, að
hér sé um eiginleg kaup að ræða, því að kaupverðið, sem brúðguminn
greiði af hendi, gaugi til brúðurinnar aftur sem heimanmundur. En
þetta er ekki alveg rétt, því að heimanmundurinn er þar sjaldan íólginn í
öðru en brúðkaupsklæðunum, sem brúðurin ber á heiðursdegi sinum og
— tómri kistu! Meiri liluti kaupverðsins for þar á móti i vasa föður
brúðurinnar. Eu kaupverðið eru engir smámunir. Fátækustu bændur
úr sveit verða að greiða 400 franka íyrir konu sína, og nokkurn veg-
inn efnaðir yngismenn í Betlehem þurfa ekki að búast við að fá kouu-
efui fyrir miuna en 1000 franka, sé hún frið og vel meutuð, því að
kaupverðið fer auðvitað eftir því. Sé stúlkan t. a. m. að eiuhverju leyti
gölluð : rangeygð, nefstór, hölt o. s. frv., dregur það úr verðiuu. En
auk kaupverðsius verður brúðguminn að leggja fram ýmsa skrautgripi,
svo sem hálskeðjur, eyruagull, armbönd o. fl. þessh. hauda konuefni sinu.
Hér kvænist þvi euginn til fjár; hitt er almennara, að efniiegustu meun
neyðast til að lifa ókvæntir alla æfi, af þvi að þá skortir nægilegt fé til
að kaupa sér konu.
Þegar ungur maður hefir náð giftingaraldri, setjast ætt.ingjarhans
á ráðstefnu til að velja honuin konu. Fyrst er leitað meðal ættiiigja
og vandamanna, og finnist þar engin, sem um getur verið að ræða, er
leitað til vandalausra. Þegar stúlkan er fundin, gjörir faðir hius uuga
manns föður stúlkunnar orð, hvort haun vilji semja við sig um konu
handa syni sínum. Sé stúlkan ólofuð og ekki ætluð öðrum, er þetta
auðsótt mál. Feðurnir setjast þá á ráðstefnu, eu oft geta liðið dagar
og vikur áður en þeir geta komið sér saniau um „verðið“. En þegar
samningurinn er gjörður, er trúlofunin þegar í stað gjörð lieyrum kunn-
ug, —- án þess að hjónaefnin sjálf hafi verið með einu orði aðspurð!
En frá þeim degi að samningurinn er gjörður og til þess dags, er
brúðkaupið fer fram, en það getur oft varað mánuði, já ár, mega lijóna-
efnin alls ekki sjást, — en það er sama sem að stúlkan er lokuð inni
allau timann,