Verði ljós - 01.05.1900, Blaðsíða 6
70
ágengt í því efni; og svo vel vill til, að vór höfum annan sarntlða vitn-
isburð um það efni. Aclain ■ af Bremeu segir í kirkjusögu sinni: „Bisk-
up sinn (Isleif) hafa þeir (Islendingar) fyrir konung og i'er allur lýður
að bendingum hans og halda það fyrir lög, er liann skipar af guðs
hálfu eða eftir ritningum, eða eftir siðvenjum annara þjóða“; og yfir höf-
uð fer liann svo miklum lofsorðum um kristindómslíf Islendiuga, að það
verður að vera oflof; en það sýnir, hvert álit forfeður vorir hafa liaft í
útlöndum um þessar mundir, og það var án efa eigi ástæðulaust. Að
þvi er Gissur biskup snertir, þá var hann svo ástsæll, að sagt er að
liver inaður liafi viljað hans boði og banni hlýða, og tiuudargjaldið
er ljósastur vottur um bæði hvað miklu hann fékk áorkað og livað meuu
vildu á sig leggja, til að styðja málefni kristindóinsins; það er eigi að
eins að líta á fjárútlátin, sem reyndar voru mikil, sérstaklega fyrir ríka
menn, sem eigi voru kirkjueigendur, heldur og á það, að með tiundinni
einkum biskupstiundinni, var viðurkend þegnskylda allra manna við
kirkjuna. Um Jón Ogmundsson er mikið talað, hvað umvöndunarsamur
hann iiafi verið, og þó sumt kunni að þykja óþarfi, t. d. að hann breytti
daganöfnunum, þá sýnir sarnt það, að hann fékk því framgengt, hve
fúsir menn vorn til að fara eftir því, sem menn sáu að borið var fram
af áhuga fyrir kristindóminum.
Þos.s var áður getið, að kirkjan var hór á laudi frá upphafi þjóð-
leg; jafnframt þvi sem hún flutti suðræna mentun inn í iandið, þá sam-
þýddi hún henni alla þjóðlega fræði; í samvinnu við kirkjuna þróaðist
þjóðlífið, og í slcjóli hennar spratt. upp og dafnaði öll sú meutun forfeðra
vorra, sem þjóð vor nýtur virðingar af þann dag i dag; það voru kenni-
menn kirkjunnar, sém byrjuðu að rita sögurnar og söfnuðu Eddukvæð-
unum, og með fulltingi þeirra voru lögin rituð; það voru þeir, sem settu
á fót skólana í Skálholti og á Hólum, i Ilaukadal og í Odda, og yfir
höfuð var kirkjan aðili allrar menningar hér á landi á blómatíma þjóð-
veldisins, og merkilegt er, hvað kristiudómur forfeðra vorra virðist hafa
verið hreinn á þeim timum, sem hér er um að ræða; þannig gætir t. d.
elcki dýrkunar hclgra manna, sem mikið fer að bera á í Noregi fyrir
niiðja 11. öld, og ofurvald prestastéttarinuar var eigi um að tala; það
cr íýrst á siðara hlut. 12. aldarinnar, eft.ir að erkibiskupsstóllinn var
settur í Niðarósi, að hér fer að bera til nokkurra inuua á hinum sér-
stöku kenniugum rómversk-katólsku kirkjunnar og þá um leið fer að
færast liingað frá Norvegi siðaspilling sú, er óeirðirnar eftir lát Sigurð-
ar Jórsalafara liöí’ðu alið þar, og þá fyrst fóru að verða að meini þeir
brestir á stjórnarfyrirkomulagi forfeðra vorra, som áður liöfðu dulist.
Yfir höfuð hygg óg, að tímabilið frá því um miðja 11. öld, er krist-
indómuripn var búiun að ná þroska, og fram á síðara hlut 12. aldar-
innar, hafi verið farsælasta tímabilið í sögu Jijóðar vorrar; sá kraftur,
sem búið hafði lijá hinuin heiðnu forfeðrum vorum, var jiá orðinn lielg-